Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 26
RITSTJÖRASPJALI
Drykkjuskapurinn. Það er báglega ástatt hjá Islendingum
með áfengið. Lögreglan í höfuðstaðnum
hefur nú naumlega húsnæði fyrir drukkna menn, sem
tíndir eru upp á almannafæri eða handsamaðir fyrir
óskunda og drykkjulæti á samkomum. I Heilbrigðisskýrsl-
um landlæknis segir frá sömu vandræðum úti í héruðum.
Bindindisfólkið kemur saman á hátíðleg þing, sem byrja
með guðsþjónustu, og birta ávörp og samþykktir. Bréf-
ritarar senda blöðunum hugvekjur.
En það er engu líkara en höfuðóvinurinn Bakkus skelli
skolleyrunum við öllu slíku, jafnvel hótun um vínbann,
og hvað eina, sem rætt er og ritað um drykkjudrabbið.
Bölsýnir menn telja, að vart hafi áður verr horft í þessum
málum en nú.
Beiskjan og ergelsið í sumum, er snúa sér til Víkverja
eða Hannesar á horninu, lendir stundum í því að formæla
„bölvuðu áfenginu“, heldur en að menn geri sér grein
fyrir, að vandræðin koma til af því, að ýmsir, sem áfengis
neyta, misnota það. Með álíka skynsemi mætti eins, þegar
bílslys verður af ógætilegum akstri, formæla bílnum í
stað þess að finna bílstjórann sekan. Ofarlega í ýmsum
er hvorki meira eða minna en að útrýma áfenginu úr land-
inu og má vera, að sama vindhöggið verði reynt á ný
eins og á árunum, þegar bannlög voru sett.
Áfenginu verður reyndar aldrei útrýmt. Það er um
24 Heilbrigt líf