Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 19
eftirlitsmenn tjáð mér, að lítið beri á slíkum kvörtunum
í húsum, þar sem vel sé gengið frá loftrennunum.
Vinsælli eru loftgöt eða loftrifur, sem stöðugt hleypa
inn hreinu lofti og sem gera, í sambandi við loftrennur,
hina hægfara loftbreytingu eins góða og tök eru á, enda
létta loftgötin undir útsogi óhreina loftsins og er einhver
bezta vörn þess, að loftstreymið verði öfugt í loftrennunum.
En þótt loftgötin séu ekki í sambandi við loftrennur, er
að þeim mjög mikill ávinningur, þau endurbæta loftið og
koma því á hreyfingu. Ættu slík loftgöt að vera í hverri
vinnustofu og hverju íbúðarherbergi, einkum þeim, sem
sofið er í, og ennfremur í matarskápum og salernum.
Sá galli er á loftgötunum, að alloft vill verða súgur af
þeim, og þeim er þá stundum lokað og verða til lítilla
nota. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að finna
hentuga lausn á því máli. Á Norðurlöndum hefur svo nefnd-
ur ,,aura-ventil“ reynzt bezt (2.-3. mynd). Er það loftrifa,
mjög einföld að gerð, 30-50 cm. löng og 1 cm. breið. Er
henni komið fyrir undir glugga og látin opnast rétt fyrir
ofan miðstöðvarofninn þar. Loftstraumnum er veitt upp
á við, í hlýjuna undir gluggakistunni eða upp með glugg-
anum, ásamt heita loftinu frá ofninum, svo að hann berist
ekki kaldur inn í stofuna. Má ákveða hraða loftstraumsins
með því að opna loftrifuna mismunandi mikið og hindra
þannig að miklu leyti, að súgur myndist. I roki mun þó
vera nauðsynlegt að loka loftrifum, sem í vindátt eru. —
Sænsk verksmiðja hefur búið til miðstöðvarofna, sem taka
við hreinum loftstraumnum úr svipuðum loftrifum og getið
hefur verið hér að framan, leiða hann gegnum ofnana (sjá
4. mynd) og hita hann upp, áður en hann berst inn í her-
bergið. Er þannig komist hjá dragsúgnum, og er fullyrt,
að loftræstingin verði á þann hátt betri og þægilegri en
við aðrar þekktar aðferðir, og ekki dýrari en þær.
Heilbrigt líf — 2
17