Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 88
Héraðslæknir Vestmannaeyja segir afkomu manna góða
á yfirborðinu. „En sé fólkið skoðað dansandi á eldgíg sí-
vaxandi verðbólgu og dýrtíðar, sem engan enda hefur enn
tekið, þá geta runnið á marga tvær grímur vegna ástands-
ins“. — Öxarfjarðarlæknirinn segir um afkomu bænda:
„.. . í þetta sinn þurftu þeir ekkert að hugsa um markaðs-
verð, þeir voru í framkvæmdinni launaðir af ríkinu. Þeir
fengu útlendan áburð með afslætti, síldarmjöl mjög vægu
verði og síðan það fyrir vöru sína, sem rausnarleg nefnd
fyrirskipaði og bændum sjálfum yfirleitt þótti, í fyrstu
a. m. k., óþarflega hátt, en sem þeir vafalaust læra átið
á eins og aðrir“. — Eyrarbakkalæknirinn segir 13 ára
dreng hafa komizt upp í 50 kr. kaup á dag. Og ekki
þurftu bílstjórarnir í Flóanum að kvarta. Einn, sem ók
grjóti „í Bretanum“, hafði 6000 krónur fríar á mánuði
hverjum. — En fastlaunaðir starfsmenn þess opinbera
áttu margir hverjir í vök að verjast, enda er skattlagður
hver eyrir af launum þeirra.
Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
f árslok 1942 var fólksfjöldinn á öllu landinu 123 996
(122 385 í árslok 1941). Lifandi fæddust 3024 börn eða
24,5%0 (21,7%0 árið ’41). Tíu árum áður, eða 1933, voru
lifandi fæddir 22,5%0. Andvana fæddust 77 börn.
Hjónavígslur voru 1076 (1023 árið ’41).
Manndauðinn var 1292 (1352 árið ’41) eða 10,5%o. Hefur
manndauðinn því verið minni en árið áður (11,1%0). Ung-
barnadauðinn, þ. e. a. s. börn dáin á 1. ári, var þó talsvert
meiri, sem sé 156 börn, en 86 árið ’41. Það er kíkhóstinn,
sem segir til sín, en hann gekk sem faraldur um landið.
Það eru 48 börn, sem talin eru dáin úr þessari farsótt.
Margur á þar um sárt að binda.
86
Heilbrigt líf