Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 48
frá barnsaldri höfðu dvalið í byggðarlaginu. Allt að 80%
þeirra, sem fæðst höfðu og alizt upp í þessu byggðarlagi
höfðu brúna bletti á tönnunum. En ekki tókst að hafa uppi
á orsökunum til þessara breytinga.
Það er fyrst 1928, þegar farið er að athuga sams konar
tannskemmdir í Bauxite í Arkansas, að mönnum dettur
í hug að setja tannskemmdirnar í samband við fluor. Þá
voru menn farnir að hafa grun um að þessar breytingar
ættu rót sína að rekja til drykkjarvatnsins, og þegar ekki
fannst neitt sérstaklega athugavert við það, var farið að
gefa gaum að efnum, sem svo lítið var af, að þeim var
yfirleitt ekki sinnt í vanalegum vatnsrannsóknum.
I Oakley í Idaho höfðu menn um þetta leyti tekið eftir
undarlegum breytingum í tönnum barnanna. Þegar málið
var rannsakað, kom í ljós, að þessara breytinga hafði
ekki gætt fyrr en á síðustu árum. En nokkrum árum áður
hafði heitt vatn verið leitt í bæinn úr hæðum þar skammt
frá og upp frá því fóru tennur barnanna að upplitast.
Nú var köldu vatni veitt í pípurnar, úr annarri upp-
sprettu, skammt frá, og þegar skoðun var gerð á tönnum
barnanna 8 árum síðar, var greinilegt, að öll börn, sem
fæðst höfðu eftir að skipt var um vatn, höfðu heilbrigðar
tennur.
Nú var farið að rannsaka vatnið í Oakley vegna fluors.
Kom þá í ljós, að í heita vatninu, sem áður hafði verið
notað, voru 8 partar af fluor í hverjum milljón hlutum
vatns, en ekkert fluor fannst í nýja vatninu, sem síðar
var veitt í pípurnar.
í Bauxite fundust 13—14 partar í milljón hlutum vatns,
og er það mjög mikið, því að mest hefur fundizt 18 hlutar
af fluor á móti milljón hlutum vatns.
Síðari rannsóknir hafa staðfest þessar niðurstöður og
hafa menn komizt að raun um, að ekki má vera
mikið yfir 1 hluta af fluor á móti mill-
46
Heilbrigt líf