Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 13
DR. JÖN SIGURÐSSON:
LOFTRÆSTING
Flestallir kannast við þá vanlíðan, þreytu, slen, höfuð-
verk og svima, sem fylgir slæmu andrúmslofti. En slæmt
loft myndast, eins og kunnugt er, þegar einn eða fleiri
menn eru of lengi í herbergi, eða of margir eru saman
komnir í húsakynnum, vinnustofum, samkomusölum o. s.
frv., án þess að nægileg lofthreinsun eigi sér stað. Við
öndunina og útgufunina hjá mönnum eykst kolsýran í
loftinu, súrefnið minnkar, og hitinn og rakinn í loftinu
eykst, en hita- og rakastig, ásamt hreyfingu andrúmslofts-
ins, valda mestu um vellíðan mannsins. Raki og lykt af
votum fatnaði, ryk, matarlykt, tóbaksreykur o. s. frv. gera
einnig sitt til þess að eyðileggja andrúmsloftið, og loks
getur það orðið mjög heilsuspillandi, ef í því eru skaðlegar
bakteríur og eitraðar lofttegundir.
Rannsóknir hafa sýnt, að efnasamsetning loftsins hefur
út af fyrir sig tiltölulega litla þýðingu fyrir vellíðan manns-
ins; sé maður í þægilega heitu og röku lofti, sem er á
dálítilli hreyfingu, er líðanin góð, þótt í loftinu sé talsverð
kolsýra. Við líkamsbrennsluna myndast hins vegar hiti,
sem líkaminn þarf að gefa frá sér gegnum húðina og við
öndunina; en sé andrúmsloftið heitt, rakt og kyrrt, á húðin
erfitt með að losna við þennan hita. Vanlíðanin byrjar,
og til þess að líkaminn hitni ekki um of, verður að auka
útgufunina; hann framkallar þá svita, eykur blóðrásina
í húðinni o. s. frv. Komist hreyfing á loftið, og hiti og
Heilbrigt líf
11