Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 30
Hreinlæti á almannafæri og á lóðum; sorpílát, salerni,
meindýr. Hollustuhættir í íbúðum, skrifstofum, verk-
smiðjum, skólum, samkomuhúsum, hótelum, veitinga-
stöðum, matsöluhúsum. Ákvæði um sjúkrahús, barna- og
elliheimili; baðhús, rakara- og hárgreiðslustofur. Eftirlit
með matvælum, mjólkur-, kjöt- og brauðabúðum og brauð-
gerðum. Tilsjón með skipum og fólksbifreiðum. Lík-
geymsla, grafreitir. Iþróttahús, sundlaugar. Fangelsi og
vistarverur handtekinna manna.
Upptaling þessi ber með sér, þó að ýmsu sé þar sleppt,
að heilbrigðiseftirlit í nútímaborg kemur víða við, ef það
er vel rækt.
Ráðamenn höfuðstaðarins hafa virt hið mikla verk, er
héraðslæknirinn hefur lagt í frumvarp sitt, þannig, að
það hefur verið lagt til hliðar. En þess skal getið, að heil-
brigðisnefnd Reykjavíkur hafði falið þessum embættis-
lækni að undirbúa samþykktina. Stjórnmálamennirnir
koma sér stundum furðuvel saman um að svæfa framgang
nauðsynlegra mála.
Það er lyginni líkt, en þó satt, að heilbrigðisnefnd höfuð-
staðarins verður að fara eftir rúmlega 40 ára gamalli
reglugerð. Frv. héraðslæknisins virðist tryggilega geymt
í einhverri skúffu bæjarráðsins. — Lætur formaður heil-
brigðisnefndar sér þetta líka?
Lög og létt hjal. Það var merkilegt ávarp, sem skrifstofu-
stjóri útvarpsráðs, hr. Helgi Hjörvar,
flutti nýlega til æskulýðsins. Hann var sem sé að lýsa
eftir fjörugu ungu fólki, sem gæti haldið uppi skemmtun
vetrarlangt í útvarpinu, einu sinni eða tvisvar í viku. Með
sinni alkunnu kímni sagði skrifstofustjórinn frá því, að
þó að leitað væri til við ýmislegt ungt fólk, sem líklegt
þætti til þess að taka að sér útvarpsþáttinn ,,Lög og létt
hjal“, hefðu ekki fengizt neinir æskumenn til þess að
28
Heilbrigt líf