Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 108
Eitthvað virðist líka bágt um viðhald á læknisbústöðum.
I Ólafsfirði hefur skv. lýsingu héraðslæknisins verið illlíft
í húsinu vegna leka.
Ýtarleg skýrsla er um starfsemi heilsuverndar-
s t ö ð v a í kaupstöðum. Mest áherzla er þar lögð á berkla-
varnir og er starfsemin margþætt. Þar fara m. a. fram
röntgenskyggningar, berklapróf, hrákarannsóknir, rann-
sóknir á blóðsökki og loftbrjóstaðgerðir. Ungbarnavernd
er starfrækt í Reykjavík.
S j ú k r a s a m 1 ö g . Meðlimir árið 1942 eru samtals
41930, í 29 samlögum, og nemur það 34% allra lands-
manna. Séu börnin talin með, er áætlað, að tryggingarnar
taki til 50% landsmanna.
Rannsóknastofa Háskólans. Störfin eru
hin margvíslegustu, undir stjórn próf. Dungals. Rann-
sóknir voru alls 6125, vegna berklaveiki (1262 hrákarann-
sóknir o. fl.), taugaveiki (saur og þvagrannsóknir), blóð-
sóttar, lekanda (í 218 skipti), syfilis (blóð og mænuvökvi),
barnaveiki o. fl. Fjöldi vefjarannsókna á mönnum og
dýrum. Lík voru krufin í 121 skipti og birtist nánari skýrsla
um krufningarnar í ársskýrslu Landspítalans. Það liggur
mikið starf í þessum vandasömu sérfræðirannsóknum.
Matvælaefirlit ríkisins. 301 sýnishorn voru
tekin til rannsóknar og reyndust 29 gölluð að ýmsu leyti,
t. d. óhreinindi í kornmat, mygla í osti, smjör þrátt, kæfa
úldin. Svínafeiti reyndist í eitt skipti blönduð neftóbaki!
Sá, sem sýslað hefur um feitina, hefur væntanlega haft
þann þjóðlega ávana að taka í nefið og strá um sig tóbaks-
kornum. Islendingar ætla seint að láta af slíku. — Rjómaís,
sem hér er seldur, er bersýnilega reglulegt ómeti á stundum.
I 28 sýnishornum hafði aðeins eitt þeirra fitu ofan við
tilskilið innihald. Gerlafjöldi reyndist frá 4300 upp í
150 000 000 í teningssentimetra! Sem betur fer mun obbinn
106
Heilbrigt líf