Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 93
Landlæknir telur, að verulegan hluta kveflungnabólgu
barna megi rekja til kíkhóstans, sem gekk á árinu. Dauði
af völdum lungnabólgunnar var 5%, en er að meðaltali
12,4% árin 1911-’38. Það voru einkum ung börn, sem urðu
sjúkdómnum að bráð.
Taksótt (pn. crouposa). Með þessa tegund lungnabólgu
eru skráðir 550 sjúklingar. Manndauði af völdum lungna-
bólgu fer mjög lækkandi, og þakka læknar það súlfalyfjum,
enda er sama reynslan erlendis. Læknarnir fagna mjög
þeim lyfjum, en draga ekki dul á, að lyfið sé allmjög
misnotað af almenningi, sem hefur það í fórum sínum.
Ólafsfjarðarlæknirinn segir, að fólk sé farið að nota
„lungnabólgutöflur" við margs konar kvillum, t. d. tann-
pínu, í algerlega tilgangslausum smáskömmtum. „. . . Brýt-
ur smámola úr töflu handa krökkum og hefur það eftir
læknum, að það saki ekki. Fólkið hefur afskaplega oftrú
á þessum lyfjum, enda er ásælni almennings mikil í þau
og álítur þau allra meina bót, en helzt til mikil finnst
mér undanlátssemi lækna að ávísa þeim“. Sama segir úr
Öxarfirði um súlfalyfin: „... fólk virðist sækja í að fara
með það eins og aspirín, og nú er farið að heimta það
handa rollum, . . . ýmsir þjóta í að nota það án læknis-
ráðs, sem ekki má eiga sér stað“. Það er reyndar ekki
óalgengt, að menn láti eitt ráð duga við flestum kvillum,
t. d. vitamín eða kreosót eða þá einhvern matrétt, sem
heilsutrúboðar (health evangelists) reyna að telja fólki
trú um. Það er svona rétt eins og guðsblessun, sem dugir
við öllu. Svipaða merkingu leggur almenningur í mikil-
virk nútímalyf, svo sem súlfa og penicillín. Menn gera
sér lítt grein fyrir, hve orsakir sjúkdómanna eru hver
annarri frábrugðnar, en telja ýmislega óskylda kvilla
sama graut í sömu skál.
Skarlatssótt hefur einkum verið viðloða í heimavistar-
skólum. Reykholts- og Laugaskóli voru um tíma í sóttkví.
Heilbrigt líf
91