Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 103
Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að gegna
læknishéraði. Að meðaltali fara héraðslæknar 118,8 ferðir
á ári, en mjög misjafnlega margar. Ferðirnar voru 362 í
Akureyrar-, 312 í Eyrarbakka-, 232 í Borgarfjarðar-, 200
í Þingeyrar-, 169 í Blönduós-, 168 í Grímsnes-, 159 í Hofsós-
og 135 í Sauðárkrókshéraði, en færri annars staðar.
Stykkishólmslæknirinn fór 76 ferðir á landi, en 56 á sjó.
Augnlækningaferðir.
Fjórir augnlæknar ferðuðust um landið að tilhlutun
heilbrigðisstjórnarinnar og skoðuðu sjúklinga hundruðum
saman. Þeir fundu ýmsa menn með glákublindu, en annars
er drer (starblinda) og aldursfjarsýni eða ellisjóndeyfa
einna algengustu kvillarnir.
Barnsfarir.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fæddust 3024 lifandi
og 77 andvana börn á árinu 1942. Vansköpuð voru 7 börn.
f XIV. töflu er fróðleg skýrsla um læknishjálp við 1671
barnsfæðingu. Sem betur fer voru fæstar konurnar bein-
línis í barnsnauð, en læknir var sóttur til að deyfa, eða
til þess að örva lina sótt. Alvarlegir fæðingarörðugleikar
orsökuðust þó í nokkur skipti af fyrirsætri fylgju eða þá
fylgjulosi, af fæðingareitrun með krampa og grindar-
þrengslum; þverlega fóstursins kom fyrir í eitt skipti.
Læknarnir lögðu 44 sinnum töng á barnið; 29 sinnum var
fylgju náð, en í 31 skipti var haft skorið eða saumað.
Keisaraskurður gerður á 8 konum. Ellefu konur dóu af
barnsförum eða úr barnsfararsótt.
Ein kona dó í Landakotsspítala eftir aðgerð vegna
utanlegsþykktar, en tvær í Landspítalanum. Önnur þeirra
vegna meðgöngueitrunar, án læknisaðgerðar við fæðing-
una; en hin úr blóðeitrun á 18. degi eftir keisaraskurð
(fyrirsæt fylgja). Ein kona er talin dáin af hernaðar-
Heilbrigt líf
101