Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 47
sagnir eru um menn, sem á slíkum tímum bjuggu sér til
tengur til þess að brjóta gaddinn úr sauðfénu, svo að það
gæti jórtrað, og virðast þær aðgerðir hafa borið árangur.
f öllum þeim frásögnum, sem til eru hér á landi af
öskutönn í búpeningi, er mér ekki kunnugt um, að neins
staðar sé getið um tilsvarandi breytingar í mönnum. Mætti
þó búast við því, þar sem lýsingarnar á einkennum ösku-
tannarinnar eru allnákvæmar, t. d. getið um, að erfitt
sé að fá kýr og kindur til að drekka kalt vatn, vegna
þess hve mikið tannkul fylgdi öskutönninni, svo að nauð-
synlegt gat verið að velgja vatnið fyrir skepnurnar. Ef
slíkra einkenna hefði orðið vart í mönnum, hefði þeirra
vafalaust verið getið.
Enginn efi getur þó á því leikið, að þar sem askan
huldi bújarðir manna, hafa mennirnir líka fengið aukinn
skammt af fluor ofan í sig. Það hafa þeir fengið í drvkkj-
arvatni, sem hlýtur að hafa tekið við allmiklu fluor, er
borizt hefur uppleyst í rigningarvatni og blandazt öllu
vatni í ám, lækjum, stöðuvötnum og uppsprettum. En sú
neyzla hefur samt verið tiltölulega lítil samanborið við
það að éta sjálfa öskuna, eins og búpeningurinn hefur
gert.
Menn vissu vel og sáu, að askan var eitruð, en enginn
vissi hvaða eitur urn var að ræða. Það er fyrst, þegar
kemur fram á tuttugustu öldina, að farið er að athuga
fluor í þessu sambandi.
Tannskemmdir af fluoreitrun hjá mönnum.
Árið 1908 lét tannlæknafélag í Colorado í Bandaríkj-
unum hefja rannsóknir til þess að komast fyrir, hvernig
á því stæði, að tennur manna þar um slóðir voru með
brúnleitum blettum. Þessir blettir voru einkum áberandi
framan á framtönnum í efri góm. Rannsóknirnar leiddu
í ljós, að breytingar þessar fundust aðeins hjá þeim, sem
Heilbrigt líf
45