Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 81
útreikninga á næringargildi alls konar matartegunda. Það er bent
á, að erlendar tölur séu miður nákvæmar, er miða skal við íslenzkan
mat, enda einatt erfitt að henda reiður á, hvort átt er við nýjan
mat eða gamlan, soðinn eða hráan. Höf. segir réttilega (bls. 73):
„Mundu íslenzkir fræðimenn, sem til þess eru hæfir, vinna mikið
nytjaverk í þágu íslenzkra manneldismála, ef þeir tækju saman
ýtarlegar töflur um næringargildi matvæla, er í einu og öllu væru
miðaðar við íslenzka hætti og svo víðtækar, glöggar og handhægar,
að þær mætti nota án teljandi fyrirhafnar við útreikninga, sem
flestum matseljum mun lengstum reynast umhent að fást við. En
til þess mundi varla verða fundið hentara form en ferningakerfi
það, sem áður hefur verið vikið að“.
Þetta er mjög góð hugmynd og tekur heilbrigðisstjórnin eða
manneldisráðið hana vonandi til greina. Með því að styðjast við
þess háttar rannsóknir, mætti meta og verðleggja fæði í matsölu-
húsum með nokkurri sanngirni, en nú hvíla slík ákvæði nokkuð
í lausu lofti.
Þó að rit þetta sé aðallega ætlað nemendum í skólum, má hiklaust
mæla með bókinni við húsmæður almennt, sem hafa áhuga og eiju
til þess að fræðast um gildi matvæla. Sá verður margs vísari, sem
les þessa bók.
Marga furðar á, hve miklu sumir fá komið í verk. — Frú Kristín
Ólafsdóttir, læknir, er orðinn afkastamikill rithöfundur. Og ritstörf
hennar bera vott um mikla elju, vandvirkni og lipra framsetningu,
á hreinu máli. Nemendur í húsmæðraskólum standa miklu betur að
vígi en ella, er þeir hafa nú í höndum þessa ljósu og handhægu
námsbók.
G. Cl.
Vald. Steffensen(j): HIPPOKRA TES, FAÐIR
LÆKNISLISTARINNAR. — Bókaútgáfan Norðri
h.f. Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri, 1946.
118 bls. Verð kr. 12.00.
Hér birtist saga hins gríska læknis Hippokratesar og þeirrar
læknislistar, sem kennd er við hann, ásamt nokkrum þýðingum úr
ritum hans.
Hippokrates var uppi löngu fyrir Krists burð. Er talinn fæddur
460 f. Kr., á eynni Kos við Litluasíuströnd, en dó 377 f. Kr. í borginni
Heilbrigt líf
79