Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 100
„undarlega andvaralaust um að leita sér læknishjálpar
í tæka tíð, og stundum virðist óttinn við að vita sannleikann
halda aftur af því“. Læknirinn nefnir dæmi máli sínu til
sönnunar. Það er von, að læknum sárni, þegar sjúklingur-
inn leitar hans svo seint, að við ekkert verður ráðið, en
hefði mátt bjarga, ef málið hefði ekki verið dregið á
langinn.
Stykkishólmslæknirinn vekur máls á því, hvort ekki
sé „athugandi að hefja leit að cancer- (þ. e. a. s. krabba-
meins-)sjúklingum með aðstoð beztu mannanna, sem völ
er á í þeirri grein“. Læknirinn hittir þarna naglann á
höfuðið og vísast í því tilefni til greinar um krabbameins-
varnir í 3.-4. h. Heilbr. lífs ’46. Þar segir frá því, hvernig
amerískir læknar eru teknir að leita uppi sjúkdóma manna,
sem venjulega kenna sér einskis meins, en láta samt rann-
saka sig á heilsuverndarstöðvum á misseris fresti. Það
er ekki bara hér á landi, sem menn eru of seinir á ferðinni
til læknanna með mein sín. Sama reynsla er í því efni í
öðrum löndum, enda er það af ýmsum ástæðum ekki nema
mannlegt, að menn hiki við að leita læknis og dragi það
á langinn.
Ýmsir sjúkdómar.
Algengustu kvillar eru taldir tannsjúkdómar, gigt
og meltingaróregla. Tannskemmdir telja sumir héraðs-
læknarnir þó frekar í rénun, t. d. í Vestmannaeyjum. Því
miður eru útdrættir þó algeng iðj a læknanna, því að óvíða
eru tannlæknar og er það einkennilegt, því að ábatasöm
mun sú atvinna vera. Skortur á sérfræðingum í þeirri
grein er vandræðamál, enda er tannlæknaskóli vor
enn á byrjunarstigi. Kunnugir segja, að það muni vera
óheppileg lagafyrirmæli um námið, eða reglugerðar-
atriði, er valda því, að aðsókn er hverfandi. Þetta atriði
98
Heilbript lif