Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 50
Nú var málið farið að horfa öðruvísi við. Efnið, sem
talið hafði verið skaðræðiseitur, gat sýnilega varnað tann-
skemmdum. Fluor, sem álitið hafði verið hættulegasta
eitur tönnunum, gat komið í veg fyrir aðalsjúkdóm þeirra,
einhvern algengasta sjúkdóm, sem til er og sem menn
höfðu lítið kunnað að verjast fram til þessa.
Athuganir voru gerðar í 21 borg í 4 ríkjum Bandaríkj-
anna á 7257 hvítum börnum, sem öll höfðu að staðaldri
búið við sama vatnsból. Skoðunin sýndi að tannskemmdir
stóðu í öfugu hlutfalli við fluormagn vatnsins:
Fjöldi barna Fluormagn í vatni Fjöldi tannskemmda
pr. barn
3867
1140
1403
647
0—0,5 p.pr. millj
0,5—0,9 — —
1,0—1,4 —
yfir 1,4 — —
7.4
4,2
2,9
2.4
Mismunurinn reyndist mestur á efri framtönnum. Þegar
bornar voru saman tannskemmdir á framtönnum í börn-
um, sem lifðu á fluorlausu vatni og þeim, sem höfðu 1
hluta pr. milljón eða meira í vatninu, reyndust skemmd-
irnar allt að því 20 sinnum algengari í þeim, sem lifðu á
fluorlausu neyzluvatni.
Á ad bæta fluor í neyzluvatn?
Tannátan er svo algengur kvilli, sem veldur bæði kvölum
og heilsutjóni, að eðlilegt er að menn grípi hvert það ráð,
er líklegt þykir til þess að koma í veg fyrir þær. Reynsla
í Bandaríkjunum bendir til þess, að þegar fluor er í
neyzluvatni í hæfilegri þynningu, eða sem svarar til 1
hluta á móti milljón hlutum vatns, þá séu öll líkindi til
þess, að þeir, sem alast upp við slíkt neyzluvatn, fái síður
skemmdir í tennur sínar en hinir, sem lifa á fluorlausu
vatni.
48
Heilbrigt líf