Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 35
æska hefur margþættan félagsskap og birtir við og við
ályktanir sínar opinberlega. En ritstj. minnist þess ekki,
að þær hafi borið með sér slíkan menningarvott, sem
þessi áskorun til íslenzkra stúlkna frá nemendum Kvenna-
skólans í Reykjavík. Eftir er að vita, hvaða árangur þessi
tilmæli námsmeyjanna ber, en söm er þeirra gerðin.
Að lokum skal aftur bent á það ólag, sem er á skemmt-
analífinu, að velja til þess síðkvöldin og næturnar. Skóla-
menn vorir mættu gjarna taka sér suma erlenda skóla til
fyrirmyndar. Ritstj. hefur nýlegar fréttir frá ungum, ís-
lenzkum námsmanni, er dvelst á stúdentagarði í Bret-
landi. Þar eru við og við danssamkomur, sem hefjast kl. 7,
en er lokið kl. 11,30. Vilja skólastjórar hér á landi taka
þetta til athugunar?
Mjólk, brauð, ostur. Sami subbuskapurinn er ríkjandi áfram
í höfuðstaðnum við afgreiðslu m j ó 1 k -
u r . Hún stendur í opnum stömpum í búðunum og er
ausið upp með striffum í ílát kaupendanna. Ekki er verið
að hafa fyrir því að hleypa mjólkinni úr stömpunum um
krana. Og afgreiðslu í lokuðum ílátum — flöskum eða
pappahylkjum — er nú ekki minnzt á. Afskipti heilbrigðis-
nefndar af ósómanum heyrast ekki nefnd á nafn, enda er
hér um að ræða fyrirtæki, sem landlæknir hefur nefnt
„ríki í ríkinu“. Ekki berast fregnir frá nýju mjólkur-
stöðinni aðrar en auglýsingar um, að dansinn sé þar í
fullum gangi, og er tekið til um háttatíma á laugardags-
kvöldum, sem líka er tíðkanlegt á öðrum samkomustöðum.
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur! Það má óska
mjólkurbændum til hamingju með frammistöðu fulltrúa
þeirra.
Brauðaverzlun er hér þannig, að ekki er neinum
selt minna rúgbrauð en % kg. Það er leitt fyrir einhleypt
Heilbrigt líf — 3
33