Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 107
ekki nema 2 í Rangárhéraði á Suðurlandi (íb. 3017). Á
öllu landinu eru samtals 396 blindir menn, 226 karlar, 168
konur og 2 börn.
Ýmis heilbrigðismál.
Upptaling er á lögum, sem sett voru á árinu um heil-
brigðismál. Þar er m. a. getið læknaráðsins, er
stofnað var til álitsgerða um ýmisleg atriði í málum, sem
eru fyrir dómstólum.
Læknar, sem fast aðsetur hafa hér á landi, eru taldir
156, og eru þá 794 íbúar um hvern lækni. Tannlækninga-
stofur reka 14 tannlæknar. Auk þess eru svo ýmsir tann-
læknar þeim til aðstoðar. Viðkomandi læknaskipun má
geta þess, að á árinu var Björgúlfur Ólafsson skipaður
læknir við holdsveikraspítalann í Kópavogi. — Nokkrir
læknar hafa gegnt fleiri en einu læknishéraði.
Um sjúkrahús segir, að þau séu 50. Þau voru það
á pappírnum, en í reyndinni ekki nema 40, því að 10 voru
ekki rekin. Það mun yfirleitt vera komin reynsla á, að
rekstur hinna smáu sjúkraskýla reynist ekki framkvæman-
legur af ýmsum ástæðum. Það verður t. d. aldrei neitt úr
rekstri spítala nema þar sé starfandi lærð hjúkrunarkona;
en þessi litlu læknishéruð vilja ekki ætíð kosta til þess,
enda er ekki hjúkrunarkonu að fá, þó að peningar væru
í boði. Og það er ekki hægt að ætlast til að læknisheimilið
taki að sér rekstur sjúkraskýlisins. (Þó var það svo í
sjúkrahúsinu á Blönduósi, að þar fékkst ekki nein matráðs-
kona, og þurfti læknisfrúin að sjá sjúklingunum fyrir fæði.
Það er ekki að furða, þó að læknum sé um og ó að taka
að sér hérað í „dreifbýlinu“ — sem áður nefndist á íslenzku
strjálbýli, þegar rekstur heimila og sjúkrahúsa er svona
erfiður, jafnvel í Húnavatnssýslu) • Það má gera ráð fyrir,
að með batnandi samgöngum leggist smáu sjúkraskýlin
niður.
Heilbrigt líf
105