Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 60
franski konsúllinn, Zarzecki, og Pétur Þ. J. Gunnarsson
stórkaupm., formaður franska félagsins, til þess að kynna
sér allar aðstæður og ráðstafa flutningi skipbrotsmanns-
ins, hinna drukknuðu og verðmæta úr skipinu, sem kynnu
að hafa fundizt. Var nú gengið í brekkuna og seglið dregið
til hliðar. Ræðismaðurinn hafði skrifbók og penna og lét
skipbrotsmanninn segja sér nafn og stöðu hvers eins eftir
því sem þeir lágu í röðinni; bókfærði hann þetta allt og
eins allar þær upplýsingar, sem hinn gat gefið um það,
hvernig slysið hefði að höndum borið og öll atvik þar að
lútandi. Mikill alvöruþrungi hvildi yfir ölium, sem við-
staddir voru þarna úti á eyðilegum hólma1) á háskalegri
skerja- og klettaströnd fyrir opnu Atlantshafi. Sjófugl-
arnir görguðu, en öldurnar og stormurinn sungu nokkurs
konar tvísöng, sem lét fremur óþægilega í eyrum.
Gengið var svo heim og setzt að kaffidrykkju. Frétta-
mennirnir Árni Óla og Finnbogi R. Valdimarsson leituðu
sér rösklega upplýsinga og skrifuðu í ákafa. Pétur Gunn-
arsson simaði, en Guðjón húsbóndi gekk um beina, bauð
þeim í nefið, sem það vildu þiggja og brosti svo góðlátlega
til gesta sinna eins og hann vildi segja, að tíminn og
gleymskan mundu breiða yfir þetta eins og hvað annað.
Dr. Charcot, foringi fararinnar, var fæddur í París
1867 og því 69 ára að aldri. Hann var læknir að námi, en
fékk snemma mikinn áhuga á hafrannsóknum, einkum
hvað snerti dýralíf í sjónum og veðurfar. Laust eftir síð-
ustu aldamót var hann orðinn heimsfrægur fyrir rannsókn-
ir um Suðurhöf, hafði meðal annars fundið lönd, sem menn
vissu ekki áður að væru til. Síðustu árin rannsakaði hann
hafið við Grænland. Með honum voru jafnan kunnir vís-
indamenn og náttúrufræðistúdentar. Dr. Charcot mun
J) Hólminn, sem Straumfjarðarbærinn stendur á, er ekki
landfastur.
58
Heilbrigt líf