Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 60

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 60
franski konsúllinn, Zarzecki, og Pétur Þ. J. Gunnarsson stórkaupm., formaður franska félagsins, til þess að kynna sér allar aðstæður og ráðstafa flutningi skipbrotsmanns- ins, hinna drukknuðu og verðmæta úr skipinu, sem kynnu að hafa fundizt. Var nú gengið í brekkuna og seglið dregið til hliðar. Ræðismaðurinn hafði skrifbók og penna og lét skipbrotsmanninn segja sér nafn og stöðu hvers eins eftir því sem þeir lágu í röðinni; bókfærði hann þetta allt og eins allar þær upplýsingar, sem hinn gat gefið um það, hvernig slysið hefði að höndum borið og öll atvik þar að lútandi. Mikill alvöruþrungi hvildi yfir ölium, sem við- staddir voru þarna úti á eyðilegum hólma1) á háskalegri skerja- og klettaströnd fyrir opnu Atlantshafi. Sjófugl- arnir görguðu, en öldurnar og stormurinn sungu nokkurs konar tvísöng, sem lét fremur óþægilega í eyrum. Gengið var svo heim og setzt að kaffidrykkju. Frétta- mennirnir Árni Óla og Finnbogi R. Valdimarsson leituðu sér rösklega upplýsinga og skrifuðu í ákafa. Pétur Gunn- arsson simaði, en Guðjón húsbóndi gekk um beina, bauð þeim í nefið, sem það vildu þiggja og brosti svo góðlátlega til gesta sinna eins og hann vildi segja, að tíminn og gleymskan mundu breiða yfir þetta eins og hvað annað. Dr. Charcot, foringi fararinnar, var fæddur í París 1867 og því 69 ára að aldri. Hann var læknir að námi, en fékk snemma mikinn áhuga á hafrannsóknum, einkum hvað snerti dýralíf í sjónum og veðurfar. Laust eftir síð- ustu aldamót var hann orðinn heimsfrægur fyrir rannsókn- ir um Suðurhöf, hafði meðal annars fundið lönd, sem menn vissu ekki áður að væru til. Síðustu árin rannsakaði hann hafið við Grænland. Með honum voru jafnan kunnir vís- indamenn og náttúrufræðistúdentar. Dr. Charcot mun J) Hólminn, sem Straumfjarðarbærinn stendur á, er ekki landfastur. 58 Heilbrigt líf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.