Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 101
er fullkomlega þess vert, að heilbrigðisstjórnin kippi því
í lag.
Héraðslæknirinn í Vestmannaeyjum minnist á algenga
magaveiki í sjómönnum, sem hafa með sér „bitakassa“
á sjóinn, en verður ógott af sjóbitanum. Minna ber á
magaslæmsku á togbátum, þar sem matsveinar elda mat-
inn. Þá telja héraðslæknarnir með algengustu kvillum
kvefið, taugaveiklun o. fl.
Svo einkennilega vill til, að enginn maður er talinn
fram með drykkjuæði (delirium tremens). Landlæknir
dregur og í efa, að rétt sé með farið og tekur hnyttilega
til orða: „Kvillans alls ekki getið á árinu, en ólíklegt, að
verið hafi eiður sær“. Ofdrykkja er a. m. k. algeng á
landi hér, og sízt lát á henni nú síðari árin, þegar almenn-
ingur „maðkar í peningum“, eins og héraðslæknir Öxfirð-
inga tók til orða í fyrri heilbrigðisskýrslu.
Botnlangabólga hefur verið einkennilega algeng í
Blönduóshéraði.
Úr sama héraði er minnzt á bætiefnasJcort (avitamin-
osis), sem sums staðar hefur gert vart við sig hér á
landi. Læknirinn segir: „Hér er mjólkurneyzla mikil og
þetta hérað því tiltölulega vel sett, enda hafa bændur ekki
tekið hér upp það hagkerfi að setja heimili sín í mjólkur-
sveltu til þess að geta aflað sér litaðs sykurvatns og
smjörlíkis, eins og tíðkast sums staðar, þar sem mjólkur-
samlög eru“. Þessi alvöruorð eru til athugunar sveita-
bændum. Úr Vestmannaeyjum er getið B-fjörviskorts
vegna einhliða hveitibrauðsáts. Úr Hólmavíkurhéraði er
sagt, að þar í sveit sé lifur ekki notuð til manneldis, en
hrogn gefin skepnum!
Fingurmein. Til athugunar fyrir sjómenn og verkafólk:
Úr Vestmannaeyjum segir héraðslæknirinn: „Fingurmein
áberandi færri en fyrir um 15 árum, og má þakka það
meira þrifnaði og umhirðu sára og sprungna. Grænsápu-
Heilbrigt líf
99