Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 23
eða þar sem óheilnæmt loft myndast við framleiðsluna,
í vinnustofum eða verzlunum, t. d. sláturhúsum og fisk-
verzlunum, þar sem óviðfeldin lykt er til óþæginda fyrir
starfsfólk og umhverfi, er venjuleg loftræsting ekki nægi-
leg. Hér þarf ýmist að blása hreinu lofti inn eða soga hið
óhreina loft út, og stundum jafnvel hvort tveggja.
Kröfur til loftræstingar hljóta að fara eftir loftrýminu
í herberginu eða salnum og eftir því, hve margir eru þar
viðstaddir, en önnur atriði koma hér einnig til greina. Talið
er, að leikhúsgesturinn, skrifstofumaðurinn og klæðskerinn
þurfi 16-20 m3 andrúmsloft á klst., en verkamaðurinn
30-50 m3. f kvikmyndahúsum og veitingasölum t. d. verð-
ur því að krefjast, að loftrými sé a. m. k. 4 m3 á mann, og
að séð sé fyrir fullkominni loftbreytingu 4-5 sinnum á klst.,
í verkstæðum og verksmiðjum má loftrýmið hins vegar
ekki vera minna en 10 m3 fyrir hvern verkamann, og full-
komin loftbreyting eiga sér stað ekki sjaldnar en 3-5 s.
á klst. Þar sem um óheilnæmt loft eða óviðfelldna lykt er
að ræða, þarf loftbreytingin að vera miklu tíðari, í eld-
húsum veitingahúsa t. d. 15-30 s. á klst. (eftir loftrými
og notkun), í uppþvottaherbergjum, snyrtiherbergjum og
salernum 10-15 s. á klst., og þarf ennfremur að sjá fyrir,
að undirþrýstingur sé á öllum slíkum stöðum, til þess að
hið óheilnæma loft eða ólykt berist ekki til nærliggjandi
herbergja eða umhverfis, heldur með loftrennunum burtu,
upp úr þaki. í veitingasal þarf að vera lágþrýstingur á
loftinu (um 5%), en verður þó á hinn bóginn að vera að
mun minni en t. d. í eldhúsinu, sem er í sambandi við hann
(um 25%). f verksmiðjum eða verkstæðum, þar sem
heilsuspillandi ryk eða lofttegundir myndast, þarf sér-
stakar sogdælur við þær vélar eða þau tæki, sem slík
óhollusta stafar af, svo að rykið eða hið óheilnæma loft
sogist burtu, áður en það nær vitum iðnaðarmannsins eða
Heilbrigt líf
21