Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 68
við eftir kandídatár sitt þar, áður en Landspítalinn kom
til sögunnar. Þar er nú handlæknis-, lyflæknis-, röntgen-
og farsóttadeild. En áformað er að stækka þetta sjúkra-
hús að miklum mun og gera það að landspítala Vestur-
Noregs. Það bætast við deildir fyrir eyrna-, nef- og háls-
sjúkdóma, húð- og kynsjúkdóma og barnasjúkdóma. Auk
þess mikil rannsóknastofa, ásamt nudd- og hitalækningum.
Alls verða 800 sjúkrarúm í þessum háskólaspítala, svo að
vel verður hann fallinn til kennslu.
Svíar sendu Norðmönnum að gjöf mikið fé, er þjóðin
heimti frelsi sitt undan oki Þjóðverja, og er m. a. í smíðum
sérstakur barnaspítali í Bergen fyrir þá peninga. Hann
verður og deild úr háskólanum.
Við Bergens Museum hefur um langt skeið farið fram
kennsla í náttúruvísindum, stærðfræði og skyldum greinum
og verður þessi starfsemi héðan af ein deild háskólans í
Björgvin. Þar hafa starfað 10 prófessorar, auk vísinda-
lega menntaðra aðstoðarmanna. I áætluðmn nýbyggingum
verður húsrúm fyrir þessar fræðigreinar: Grasafræði,
eðlisfræði, jarðeðlisfræði (geofysik), veðurfræði, haf-
rannsóknir, jarðsegulmagn og „kosmiska" eðlisfræði.
Bókasafn þessarar stofnunar rúmar nú þegar rúmlega
250 000 bindi.
Hugmyndin er, að upp komi tungumáladeild, enda er
5 milljóna dánargjöf til háskólans, frá kaupsýslumanni
einum, bundin skilyrði um margvíslegar deildir. Óvíst er
um guðfræðideild, en til mála hefur komið, að hið svo-
nefnda ,,Menighetsfakultet“ í Osló flytjist til Björgvin.
Landflótta menntamenn
Það má víst telja á fingrum annarrar handar þau
Evrópulönd, sem ekki tóku þátt í heimsstyrjöldinni —
beint eða óbeint. En vitanlega snerti ófriðurinn þau samt að
mörgu leyti. Þangað leituðu m. a. flóttamenn úr nágranna-
löndum. Svíar veittu sem kunnugt er viðtöku fjölda manns
66
Heilbrigt líf