Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 76

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 76
bera höfundinum í hvívetna vitni sem hinum fremsta lækni sinnar samtíðar hér á landi, bæði að þekkingu og gjörhygli". í hinni fyrstu þeirra, sem nær yfir tímabilið frá 13. júní 1856 til ársloka, segir hann frá 5 handlæknisaðgerðum, er séu meiri háttar. Er lýsing á þeim tekin upp í ritgerðina, og telur höf. þær marka tímamót í sögu handlækninga hér á landi, ekki af því, að þær væru sjálfar svo mikils háttar, heldur vegna þess, að við fjórar þeirrc voru sjúklingarnir svæfðir með klóroformi, svo sem Finsen getur um í athugasemd aftan við lýsingu þeirra, og bætir svo við: „hefur það, að því er mælt er, ekki verið gert fyrr hér á landi“. Er víst óhætt að kveða hér sterkara að orði, því að með þeirri greinargerð höfundar ritgerðarinnar, sem drepið var á hér að framan og hann rökstyður enn frekar, er hann hefur sagt frá þessu afreki Finsens, verður að telja að hann hafi sannað, svo ekki verði um deilt, að þessar svæfingar Finsens, er hann getur um á svo yfirlætislausan hátt, hafi verið hinar fyrstu, sem um hönd voru hafðar hér á landi. I 6. þætti, lokaþættinum, sýnir höf., að næstu 9 árin muni ekki aðrir læknar hér en Finsen hafa framkvæmt svæfingar, en telur, eins og að líkindum ræður, að Finsen muni hafa gert það við þær meiri háttar handiæknisaðgerðir, er komu til hans kasta, þótt ekki hafi honum fundizt ástæða til að geta þess, er ekki var lengur um nýjung að ræða. Þó gerir höf. ekki ráð fyrir, að Finsen hafi svæft við fæðingaraðgerðir, svo sem tangartak, enda slíkt lítt tíðkað í fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn á námsárum hans. En fyrsta svæfing hér við fæðingaraðgerð, og sú eina, sem var haft svo mikið við að geta hennar á prenti, fór fram í lítilli stofu í Reykja- vík 24. júní 1865. Var þá gerður keisaraskurður á konu, er gjör- samlega vonlaust var um að losa við burðinn á annan hátt. Voru þar fjórir læknar að verki: Dr. Jón Hjaltalín, Gísli Hjálmarsson, fyrrverandi héraðslæknir og tveir franskir læknar, er hér voru staddir; annaðist annar þeirra svæfinguna. Má telja fyllstu líkur til þess, að það hafi verið að hvötum útlendu læknanna, að stúlkan var svæfð, því að hvort tveggja var, að eins og áður er sagt, hafði dr. Hjaltalín aldrei fyrr haft svæfingar um hönd, og hitt, að ekki er trúlegt, að hann hefði af eigin hvötum farið að byrja á því við keisaraskurð, því að þótt þar væri, eins og höf. tekur fram, um að ræða „eitthvert hið mesta handlækningastórvirki, sem nokkur læknir hafði þá ráðizt í á íslandi og eflaust hið fyrsta sinnar tegundar", þá er þess að gæta, að í Danmörku ríkti lengi miklu meiri íhaldssemi um svæfingar við fæðingaraðgerðir en aðrar 74 Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.