Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 74

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 74
hin fyllstu rök, að hvorki hann né neinn hinna læknanna, sem hér störfuðu um þetta leyti, hafi orðið til að taka upp svæfingar, og allar líkur til, að enginn þeirra hafi nokkurn tíma svæft um sína daga. Jón Thorstensen féll frá 1855, og varð þá landlæknir dr. Jón H j a 11 a 1 í n , einn hinn tilþrifamesti maður, er það embætti hefur skipað. Hann lauk handlækningaprófi í Kaupmannahöfn 1837 og dvaldi síðan lengst af erlendis, unz hann fluttist hingað alfari 1851. Lengst þess tíma stundaði hann lækningar, þar af 6 síðustu árin við vatnslækningastofnun, er hann kom sér upp í Klampenborg, og lagði þau ár jafnframt stund á efnafræði o. fl. Klampenborg var álíka langt frá Kaupmannahöfn og Hafnarfjörður er frá Reykjavík, og hefur honum því verið í lófa lagið að fylgjast með öllum nýjung- um, er upp komu. En engin merki sjást þó þess, að hann hafi veitt svæfingunum neina athygli, og gerir höf. mjög sennilega grein fyrir því, er hann hyggur, að valdið hafi. Lýsing hans á dr. Jóni Hjaltalín er svo snjöll og að minni hyggju rétt, bæði um það, sem bezt var í fari hans og afrekum, og um hitt, sem miður var, að mér þykir vert að taka hér upp helztu atriði hennar: „Jón Hjaltalín var ósvikin persónugerving áhuga- og framfaramanna allra tíma. ... Gerði hann sér mikið far um að viða að sér gögnum til að fylgjast með nýjungum hvaðanæva að, bæði á sviði læknisfræðinnar og annara vísinda, og þó umfram allt öllu því, er orðið gat til hag- kvæmra nota. Gerðist hann þegar hinn umsvifamesti maður í land- læknisembættinu og setti sér frá öndverðu það höfuðhlutverk að fullkomna læknaskipan landsins og stofna í því skyni af nýju til innlendrar læknakennslu. . . . Báðar þessar hugsjónir sínar tókst Jóni Hjaltalín að leiða til þess sigurs, að telja má til mestu afreka í sögu íslenzkra heilbrigðismála, og mun nafn hans um alla framtíð verða við þau tengd“. Sýnir höf. því næst með rökum, er ekki verða rengd, að dr. Hjaltalín hafi samt látið undir höfuð leggjast að kynna sér þá afarmerku nýjung á sviði læknisfræðinnar, sem svæfingarnar voru, þrátt fyrir góða aðstöðu til þess, og verið fjarri því að gerast brautryðjandi þeirra hér á landi, þótt þess hefði mátt vænta. „Skýringanna á þessari undarlegu tregðu 'og tómlæti hins mikla athafnamanns og hrautryðjanda er að leita í skapgerð hans. En í henni voru veilur, og einmitt þess háttar veilur, sem ekki munu vera fátíðar í fari mikilla áhuga- og framfaramanna, einnig þeirra, sem auðnast að marka djúp spor og heillarík fyrir fram- tíðina. Hinn mikli áhugi þeirra vill bera athygli, raunsæi og rólega 72 Heilbrigt líf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.