Úrval - 01.04.1948, Síða 128
126
ÚRVAL
andi augum. Svo byrjaði hún
að tala:
„Mig langar mikið til að
geta orðið eins góð og Harriet
Beecher Stowe. Ég ætla aldrei að
kaupa mannlega líkama aftur,
ég ætla að gefa þeim frelsi í eitt
skipti fyrir öll. Héðan í frá hef
ég enga þræla, aðeins ráðna
þjóna. Ykkur öllum, sem hafið
þjónað mér, gef ég frelsi til að
fara eða vera, eftir því sem þið
óskið. Mér er það ánægja, ef þið
farið heim til ykkar. Sjáið,
hérna eru skjölin, sem ég ætla
að gefa sérhverju ykkar. Þið
eruð frjáls. Ef þið verðið kyrr
hjá mér, er það mér enn meiri
ánægja. Og ég mun borga ykk-
ur kaup mánaðarlega, auk fæðis
og klæða.“
Anna stóð þögul. Hún viknaði
svo, að hún fekk kökk í hálsinn.
Þetta hafði komið henni alger-
lega á óvart. Þó að hún hefði
ekki afrekað neitt annað en að
kenna þessari einu konu, þá
hefði fimm ára strit hennar ver-
ið ríkulega launað með því, sem
hún var vottur að þetta kvöld.
Þetta var áreiðanlega vísbend-
ing um það, sem koma skyldi.
O
Anna hafði dregið það fram
á síðustu stund, að segja flest-
um konunum og börnunum, að
hún væri á förum. Daginn, sem
hún sagði frá brottför sinni,
hafði hún varla hugrekki til að
horfa í augu þeirra. Fæstar
trúðu því í fyrstu, að hún væri
í raun og veru að fara. Þegar
þær gátu ekki efazt lengur,
sýndu þær henni svo mikla ást-
úð og umhyggju, að hún komst
við. Margir sendu peninga til
þess að létta henni ferðakostn-
aðinn. Fátækustu og aumustu
þrælarnir færðu henni rískökur.
þurrkaðar baunir og sykur.
Anna reyndi árangurslaust að
skýra það fyrir þeim, að hún
gæti ekki tekið þetta allt með
sér.
Konungurinn hafði verið þög-
ull og önugur, allt til brottfarar-
dagsins. Loks sá hann að sér.
Hann tók Louis í fang sér og
gaf honum silfursylgju og
pyngju með hundrað dollurum,
til þess að kaupa sælgæti fyrir
á leiðinni. Svo snéri hann sér
að Önnu og sagði: „Mem, þér
eruð elskuð af alþýðunni, íbú-
um hallarinnar og börnum kon-
ungsins. Allir sjá eftir yður,
þegar þér farið. En það verður
svo að vera, af því að þér eruð
góð og sönn kona. Ég hef oft
reiðzt yður, og misst stjórn á