Úrval - 01.12.1949, Side 23

Úrval - 01.12.1949, Side 23
LEIKIR NÆTURINNAR 21 inni. Sonur húsvarðarins kemur hlaupandi á eftir honum, en Áki anzar honum ekki, það er ekki hægt að segja neinum, að mað- ur sé að leita að föður sínum, sem er ekki enn kominn heim með vikulaunin. Loks gefst son- ur húsvarðarins upp, og Áki nálgast stöðugt staðinn, sem hann vill ekki nálgast. Hann ímyndar sér, að hann sé stöð- ugt að fjarlægjast hannmeiraog meira, en það er ekki satt. Svo gengur hann í fyrsta skipti fram hjá kránni. Hann smeygir sér svo nærri dyraverð- inum, að dyravörðurinn tautar eitthvað á eftir honum. Hann beygir inn í mjóa hliðargötu og nemur staðar fyrir framan hús- ið, sem verkstæði föður hans er í. Litlu síðar fer hann gegnum bílagöngin og inn í portið, og hann ímyndar sér, að fað- ir hans hafi orðið eftir þar inni, og að hann hafi falið sig ein- hvers staðar bak við tunnurnar eða pokana, svo að Áki geti ekki fundið hann strax. Áki lyftir lokunum af litatunnunum, og í hvert skipti verður hann jafnundrandi, að faðir hans skuli ekki sitja í hnipri í einhverri tunnunni. Þegar hann hefur leit- að í næstum hálftíma, verður honum fullljóst, að faðir hans hefur ekki falið sig þarna, og snýr aftur. Við hliðina á kránni er postulínsverzlun og úrsmiður. Áki staðnæmist fyrst fyrir framan postulínsverzlunina og horfir á gripina í glugganum. Hann reynir að telja hundana, fyrst leirhundana í glugganum, svo hundana, sem hann getur séð, þegar hann bregður hend- inni yfir augun og rýnir í hill- urnar og á borðin inni í búðinni. Úrsmiðurinn kemur rétt í þessu út og dregur persíugluggatjöld- in fyrir gluggann sinn, en í gegnum rifurnar milli rimlanna getur Áki séð armbandsúrin fyrir innan. Hann horfir líka á úrið, sem stendur á Normal- tími, og ákveður, að sekúndu- vísirinn skuli fara tíu hringi áður en hann fari inn. Meðan dyravörðurinn er að rífast við mann sem sýnir hon- um eitthvað í blaði, smeygir Áki sér inn í krána og hleypur strax að réttu borði, svo að ekki komi alltof margir auga á hann. Faðirinn sér hann ekki alveg strax, en einn hinna málaranna kinkar kolli til Áka og segir: — Það er víst drengurinn þinn, sem stendur þarna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.