Úrval - 01.12.1949, Side 91

Úrval - 01.12.1949, Side 91
ÆVISAGA DICKENS 89 ur síns, sem var aðalfélagi hans til ellefu ára aldurs. En þó var það svo að á meðan móð- ir hans ól barn eftir barn, stjórnaði heimilinu og kenndi börnunum, eyddi faðirinn meiru en hann aflaði, skemmti sér með lagsbræðrum sínum, tók lán, sem hann gat ekki endurgreitt, fórnaði velferð heimilisins og hélt ótrauður út á þá braut, sem leiddi þau að lokum öll í skulda- fangelsi. Á árunum 1810 til 1822 ól frú Dickens sjö börn, en af þeim dóu tvö ung. Áttunda barnið fæddist 1827. Þegar Charles var níu ára gamall, urðu for- eldrar hans að flytja úr húsi því, er þau höfðu búið í, og setjast að í ódýrara húsnæði. Það varð allt í einu þröngt í búi og heimilið fékk á sig alvar- legri blæ. Charles var komið í skóla til Baptistaprests nokk- urs, sem hvatti hann til að lesa enskar gullaldarbókmenntir, og hann eyddi hverri mínútu af frítíma sínum til þess. Það var aðalmenntun hans um þetta Ieyti og sú dægrastytting, sem gerði honum lífið bærilegt. Snemma á árinu 1823 hvarf fjölskyldan til London, og John Dickens hefur sennilega verið feginn að sleppa frá lánadrottn- um sínum í Chatham. En Charles tók afar nærri sér að flytja. Það var mikið áfall fyrir hann að verða að hætta í skól- anum ellefu ára gamall, og fá- tækrahverfið í London, þar sem hið nýja heimkynni þeirra var, orkaði mjög á viðkvæma lund hans. Charles var ákaflega ein- mana, hann átti enga vini með- al jafnaldra sinna, hann gat ekki lengur notið þess unaðar, sem skólamenntunin veitti hon- um, hann var jafnvel sviftur æskufélaga sínum, því að Fanny systir hans fór að stunda nám í konunglega tón- listaskólanum. Enda þótt hann veitti því ekki eftirtekt, hlaut hann gagnleg- ustu menntun sína í fátækra- hverfum Lundúnaborgar, rétt eins og köllun hans hefði ver- ið ákvörðuð af sögum Smolletts, Fieldings og Cervantes. Hann hafði þegar samið einn harm- leik og var farinn að skrifa sögur, sem hann las fyrir heim- ilisfólkið, nú fékk hann tæki- færi til að afla sér efniviðar í reglulegar sögupersónur, þegar hann reikaði um skuggahverfi borgarinnar. Meðan Charles var að auka við þekkingarforða sinn, dró stöðugt úr lánstrausti föður- ins. Vesalings frú Dickens reyndi af fremsta megni að forða þeim undan hruninu, en fékk litlu áorkað. Hún reyndi að setja á stofn skóla, en til- raunin mistókst. Slátrarinn og bakarinn fóru að gerast óþolin- móðir vegna vangoldinna reikn- inga, og það var oft lítið að bíta og brenna á heimilinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.