Úrval - 01.12.1949, Side 92

Úrval - 01.12.1949, Side 92
90 ÚRVAL Að lokum var John Dickens tekinn fastur fyrir skuldir og settur í Marshalseafangelsi. Heimilið tæmdist smám saman að húsgögnum og Charles varð að fara margar ferðirnar til veðlánaranna. Bækurnar, sem hann elskaði, voru seldar fyrst, en síðar stólar, myndir, borð og leirmunir, þar til fjölskyldan varð að hafast við í tveim auð- um herbergjum. Verkstjóri einn í skósvertuverksmiðju, sem liafði búið hjá þeim í Chatham, og var auk þess tengdur frú Dickens, bauðst til að taka clrenginn í vinnu fyrir sex shill- inga á viku. Verksmiðjan, sem stóð á árbakkanum og moraði af rottum, var óþrifaleg mjög og full af fúaþef. ,,Starf mitt“, skrifaði Charles, ,,var í því fólgið að binda pappír yfir svertukrúsir, fyrst olíuborinn pappír og síðan bláan pappír, svo varð ég að klippa pappírinn allt í kring, rétt og nákvæm- lega, unz krukkan var orðin eins snyrtileg og smyrslabaukur úr lyfjabúðinni. Þegar ég var bú- inn að binda yfir nokkur hundr- uð krukkur, átti ég að líma þrentaðan miða á þær. Svo byrjaði ég aftur á nýjan leik.“ I marzmánuði 1825 fluttist frú Dickens með börn sín í Marshalseafangelsið. Maður hennar hélt enn launum sínum hjá flotaskrifstofunni- en það yoru sex sterlingspund á viku, ög þar sem þau voru óhult fyr- ir skuldheimtumönnum í fang- elsinu, lifðu þau við miklu betri kjör en þau höfðu gert undan- farin ár. Charles og Fanny fylgdust ekki með móður sinni í fangelsið, en þau fóru bæði í heimsókn til foreldra sinna á sunnudögum og dvöldu þar daglangt. Misserið, sem Charles vann í skósvertuverksmiðjunni, var tími sorgar og niðurlægingar fyrir hann. Honum fannst hann vera auðmýktur og yfirgefinn, sviftur öllu því, sem hafði gert honum lífið þolanlegt. Svo mjög gekk þessi reynsla nærri hon- um, að enda þótt hann minntist alloft á hana í bókum sínum, sagði hann börnum sínum aldrei frá henni. Nokkru síðar brá til bata í lífi Dickensfjölskyldunnar. Móðir Johns Dickens lézt og hann erfði 250 sterlingspund. Og um svipað leyti losnaði hann úr prísundinni, með því að bróðir hans greiddi skuldina fyrir hann. Loks komst hann á eftirlaun, sem námu 145 pund- um á ári, og fekk jafnframt stöðu sem þingfréttaritari fyr- ir dagblað eitt. Nokkrum mán- uðum áður hafði Charles verið komið í skóla, þar sem hann var í tvö ár og lærði ensku, lat- ínu, stærðfræði og dans. Þessi námsár voru sælutími í lífi hans, ekki sízt þegar aðbúð hans í skólanum er borin saman við ævi hans í svertuverksmiðj- unni. Dickens sóttist námið vel og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.