Úrval - 01.12.1949, Page 114

Úrval - 01.12.1949, Page 114
112 ÚRVAL í mestu sögu hans, Little Dorrit, þar sem María er í gervi Flóru Finching. Dickens hlýtur að hafa orðið fyrir hræðilegum vonbrigðum, þegar hann sá hví- lík breyting var orðin á æsku- ástmey hans. Hann lýsir at- burðinum þannig í Little Dorrit: „Clennam hafði ekki fyrr litið mynd æskuástar sinnar augum, en hún tók að riða og brotnaði í mola . . . Flóra, sem hafði ver- ið eins og lilja, þegar þau skildu, var orðin að biðukollu; það gerði ekki mikið til. Flóra, sem hafði verið svo töfrandi í orðum og hugsunum, var orðin mærð- arfull og heimsk. Það var verra. Flóra, sem hafði verið spillt af eftirlæti og leiðinleg fyrir löngu, var ákveðin í að vera þetta hvorttveggja nú. Það var rothöggið." En Dickens lét ekki bugast af vonbrigðunum, heldur tók til sinna ráða. Áður en mánuður var liðin frá því að hann hitti hina heimsku og holdugu frú Winter, skrifaði hann henni: ,,Ég er að fara burt, ég veit ekki hvert eða hve langt, til þess að íhuga eitthvað, sem ég veit ekki hvað er.“ Allar til- raunir hennar til þess að ná sambandi við hann voru árang- urslausar, og hann lét hana vita, að hann væri önnum kafinn alla virka daga og yrði ekki í Lond- on „marga sunnudaga í röð.“ Meðan Dickens var að búa sig undir að skrifa Little Dorr- it, var hann í talsverðri hugar- æsingu eftir þetta áfall. Hann gekk um gólf í herbergi sínu, ráfaði um göturnar á næturnar, langaði að fara til sjós eða stíga upp í loftbelg, þráði samvistir við annað fólk, vildi vera einn, hló að hugsunum sínum, grét af tilfinningasemi — hegðaði sér í fáum orðum sagt eins og vitfirringur, ástfanginn maður eða skáld. Wilkie Collins bjargaði hon- um um stund með því að senda honum leikrit til sýningar. Hann gleymdi samstundis nýju skáldsögunni í æsingu og amstri undirbúningsins. Dickens var aftur kominn í essið sitt: heim- ur leikhússins var hinn eini raunverulegi heimur hans, og hann hagaði sér eins og barn, sem hefur fengið nýtt leikfang. Wilkie Collins var nú orðinn nánasti vinur Dickens og hafði rutt Forster úr því sæti. Wilkie Collins fæddist í London, 8. janúar 1824 og var því um tólf árum yngri en Dickens. Hann var svo ólíkur Dickens að háttum og skaphöfn, að furðu- legt má telja, að þeir skyldu geta átt samleið; og vinátta þeirra er sönnun þess, hve brýna þörf Dickens hafði á vin- artengslum við einhvern, sem var gerólíkur Forster. Hér má geta nokkurra atriða, sem sýna, hve frábrugðnir þeir voru: Dick- ens var ákaflega stundvís, Coll- ins leit aldrei á klukkuna; Dick- ens var gjafmildur og ókærinn, Collins var nízkur og athugaði sinn gang; Dickens var afar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.