Úrval - 01.12.1949, Side 120

Úrval - 01.12.1949, Side 120
118 ÚRVAL yfirlýsingu, sem hann afhenti umboðsmanni sínum, Arthur Smith, og bað hann að sýna hverjum þeim, sem trúði gróu- sögunum um hann, svo og þeim, sem vildu hnekkja rógburðin- um. í ákafa sínum að hreinsa Dickens, fór Smith lengra en hann hafði leyfi til, og sýndi blaðamanni einum yfirlýsing- una. Afleiðingin varð sú, að bæði Ávarpiö og yfirlýsingin birtust í blaðinu Tribune i New York og síðar í enskum blöð- um, til mikils álitshnekkis fyrir Dickens. í yfirlýsingunni segir hann m. a.: „Við hjónin vorum óham- ingjusöm í hjónabandinu í mörg ár. Engum, sem þekkir okkur vel, getur hafa sézt yfir það, að við eigum afar illa saman að skapgerð og lundarfari . . . Oft og einatt hefur ekkert staðið í vegi fyrir skilnaði okk- ar nema systir frú Dickens, Georgina Hogarth. Frá því að hún var fimmtán ára hefur hún helgað sig heimili okkar og börnum. Hún hefur verið leiksystir þeirra, fóstra, kenn- ari, vinur, verndari, ráðgjafi og félagi . . . Ég veit ekki, hvað orðið hefði um þau, ef þessarar frænku þeirra hefði ekki notið við, hennar, sem alizt hefur upp með þeim, sem þau elska, og sem fórnað hefur beztu árum æsku sinnar fyrir þau. Hún hef- ur ávallt gert allt, sem í henn- ar valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir að við hjónin skild- um . . . Tvær illa innrættar mann- eskjur hafa (eftir því sem mér er sagt og mér er persónulega kunnugt um), tengt þennan skilnað við nafn ungrar konu, sem ég virði og dái. Ég vil ekki endurtaka nafn hennar — ég virði það of mikið til þess. Ég legg við heiður minn, að dyggð- ugri og flekklausari vera en þessi unga stúlka, er ekki til á jörðu hér. Ég veit að hún er hrein og saklaus, og engu síðri en mínar kæru dætur. Enn- fremur er ég þess fullviss, að þegar frú Dickens hefur fengið þessa yfirlýsingu frá mér, þá muni hún trúa henni, bæði vegna þeirrar virðingar, sem ég veit að hún ber fyrir mér, og svo vegna hins, að hún hefur aldrei tortryggt mig, þegar hún hefur verið eins og hún á að sér . . .“ Dickens tók sér „ákaflega nærri“, þegar þetta „einka- skjal“ birtist í ensku blöðunum sumarið 1858, og bað þegar lögfræðing sinn að tilkynna Kötu, „að ég er á engan hátt samþykkur þessari birtingu; að það getur ómögulega móðgað neinn í öllum heiminum meira en mig; og að það hefur vald- ið mér miklum sársauka og harmi“. En sjálf.saumkun hans gerði það að verkum, að hann gat ekki sett sig í spor konu sinnar; því að hin prentaða full- yrðing, að hún hefði vanrækt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.