Úrval - 01.08.1951, Page 15
KIRTILLINN, SEM SKAPAR MANNINN
13
Frumur þessar ganga í gegn-
um tiltekið æviskeið: æsku,
manndóm og elli. Við of tíð sáð-
lát verða þær vanþroska og ó-
færar til sköpunar nýs lífs. Ef
þær á hinn bóginn eru of lengi
í líkamanum, eldast þær og
deyja.
Á hverri frumu er egglaga
höfuð og hali líkt og hár í lag-
inu. Halinn er hreyfill frum-
unnar; hún knýr sig áfram með
því að veifa honum. Til þess að
frjóvgun konueggsins geti farið
fram þarf samspil margra at-
vika og má þar engu skeika.
Einar út af fyrir sig geta sæðis-
frumurnar ekki skapað nýtt líf.
Til þess að þær geti rækt köllun
sína þarf umhverfið að vera á
allan hátt hagkvæmt. Þær þarfn.
ast til dæmis næringar eftir að
þær hafa hafið för sína. Enn-
fremur verða þær að hafa vott
um sig til að geta lifað. Þessi
fljótandi næring kemur úr tveim
stöðum — blöðrukirtlinum og
blöðrubotnskirtlinum. Vökvinn
úr þessum tveim kirtlum er ör-
lítið lútarkenndur (alkalískur),
og er það til þess að vinna á
móti því að vökvinn í kynfær-
um konunnar er að eðlisfari ör-
lítið súr, en það þola sæðisfrum-
urnar ekki. Örlítið af sykri er
í vökvanum, næringar- og orku-
gjafi fyrir frumumar.
Fjöldi sæðisfmmanna í einu
sáðláti er furðulegur: 500 milj-
ónir mun ekki vera fjarri lagi.
Ferðalag þeirra á fund eggsins
em hrakningar, sem ekki eiga
sinn líka í hinum stóra heimi.
Líkurnar til þess að hver ein-
stök fruma komist á leiðarenda
eru ein á móti 500 milljónum.
Fjallháar hindranir verða á
vegi þessa örsmáa ferðalangs á
leiðinni gegnum legið og inn í
legpípuna, þar sem eggið bíður.
Örlítil felling í vef er meiri
hindrun en Mount Everest fyr-
ir gangandi mann. Örlítið rennsli
í vökva slímhúðarinnar er vatns-
fall á við Niagara.
Þegar bezt lætur, miðar sæðis-
frumunni áfram um 3 mm á mín-
útu. Með þessum hraða kemst
hún 18 sm á klukkutíma, en það
er um það bil sú vegalengd, sem
hún þarf að fara til að ná fund-
um eggsins.
Mannskæðustu orustur ver-
aldarsögunnar verða að teljast
barnaleikur í samanburði við
þann felli, sem á sér stað í þess-
ari framsókn sæðisfrumanna.
Tugir miljóna örmagnast og
deyja. Aðrar miljónir farast
vegna skorts á sykri til næring-