Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 17
KIRTILLINN, SEM SKAPAR MANNINN
15
undir skinninu. Lítill skurður er
gerður í fótinn og örðunni kom-
ið fyrir þar og skurðurinn síðan
saumaður saman á ný. Arðan
leysist svo smámsaman upp á
fjórum til sex mánuðum og
testosterónið berst út í blóðið,
Arðan er með öðrum orðum eins
konar gerfikirtill.
Framleiðsla testosteróns nær
hámarki á aldrinum 25—35 ára,
en fer svo smáminnkandi úr því.
Margt hefur verið skrifað um
yngingaráhrif testosteróns, en
öllu slíku skyldu menn trúa var-
lega. Testosterón stöðvar ekki
ellihrörnunina og gæðir ekki
öldunga æskuþrótti að nýju. En
hjá sumum mönnum minnkar
testosterónframleiðslan tiltölu-
lega ört á vissu aldursskeiði og
veldur það ýmiskonar vanlíðan
meðan á því stendur, líkt og hjá
konum á frjóbrigðaaldri. Ef slík-
um mönnum er gefið testóste-
rón, skapar það að nýju kemiskt
jafnvægi í líkamanum þannig að
vanlíðanin hverfur.
Af því sem hér hefur verið
sagt um eistun er ljóst, að þau
eru merkileg líffæri og ástæðu-
laust að setja þau í samband við
dónaskap. Þau eru án efa með-
al merkilegustu líffæra líkamans
— ef ekki þau allra merkileg-
ustu.
co oo
Á krossg'ötum.
Maður var á leiðinni yfir fjölfarna götu þegar kona kom ak-
: andi í gömlum bíl fullum af börnum á ýmsum aldri, án þess
að nema staðar við rauða umferðarljósið.
Maðurinn tók til fótanna og slapp nauðulega undan, en kon-
an stöðvaði bílinn i mesta ofboði.
„Kona góð," sagði maðurinn, „vitið þér ekki hvenær þér eig-
ið að stoppa ?“
Konan leit á bamahópinn I bílnum og sagði siðan kuldalega:
„Herra minn, ég ætla að láta yður vita, að ég á ekki öll þessi
böm.“ — The Grapevine.