Úrval - 01.08.1951, Side 26
24
ÚRVAL
tausblússunni og ljósa, rósótta
pilsinu, sem Farley hafði alltaf
þótt svo fallegt. Hún var í
snyrtilega niðurbrettum bóm-
ullarsokkum og sandölum. Nóna
gekk alltaf á skóm, jafnvel inm
og það þótti Farley vænt um.
„Já, það verður svei mér gott
að fá svolítið af rósakáli aftur
og eitthvað af grænum lauk,“
Nóna bollalagði hverju hún ætl-
aði að sá í garðinn undir eins
og Farley hefði plægt hann. Hún
bað Farley að koma með must-
arðsfræ þegar hann færi í kaup-
staðinn á laugardaginn, talaði
um sultugerð og niðursuðu og
ýmislegt fleira, sem hún ætlaöi
sér að gera á þessu ári og næstu
búskaparárum þeirra.
Nóna virtist ekki í neinu
breytt, ef frá var talinn dökkur
gómstór marblettur framan á
hálsi hennar.
Þó Farley hefði ekkert borð-
að allan daginn og unnið baki
brotnu, nartaði hann aðeins í
matinn á borðinu, og undir eins
og Nóna hafði lokið við að
borða, stóð hann upp.
,,Ég ætla að skreppa út og fá
mér svolitla göngu,“ sagði hann.
„Ég bakaði skorpusteik, viltu
ekki svolítið af henni?“
„Nei, þakka þér fyrir.“
„Það eru eftir tvær eða þrjár
ferskjuskífur síðan í gær. Ég
er enga stund að hita þær upp.“
„Nei, þakka þér fyrir, ég hef
ekki lyst á þeim. Ég ætla að
skreppa út og kveikja mér í
pípu.“
Þegar Farley kom út, kveikti
hann í pípunni og hélt af stað
út stiginn niður að á. Hann gekk
lengi, fram með furuskógi og
fenjaþykkni, tunglskinsbjörtum
ökrum og lygnu fljótinu. Eldur-
inn í pípunni var fyrir löngu
dauður þegar hann nam loks
staðar til að slá úr henni ösk-
una á trjástubb við veginn.
Meðan hann stóð þarna og
var að troða í pípuna aftur
heyrði hann þrusk undir tré
nokkur fet í burtu. Hann gekk
þangað og í björtu tunglskin-
inu sá hann skógarþröst, sem
festst hafði í trégildru. Farley
opnaði gildruna og tók fuglinu
varlega í lófa sinn. Hann hélt
honum þannig stutta stund og
opnaði síðan lófann. Fuglinn
hoppaði upp úr lófanum og Far-
ley horfði á hann fljúga út I
náttmyrkrið.
Og Farley sagði upphátt.
„Nóna er mjúk og hlý eins og
skógarþröstur.“
Og þegar Farley heyrði sjálf-