Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 27
ÍÁig af „einhverju“ hafa fundizt á miklu
dýpi um öll úthöfin. Haffræðing-ar hall-
ast að því, að þetta séu lífverur.
Dularfullt bergmál úr djúpum hafsins.
Grein úr „Sciences News Letter“,
eftir Sam Matthews.
T ÚTHÖFUM jarðarinnar er
eitthvað óþekkt, einhver
■dularfull lög í djúpum hafsins,
sem færast upp og niður. Fyrir
soltinn heim er þarna ef til vill
að finna nýjan og áður óþekkt-
an matarforða, sem bíður þess
eins að vera hagnýttur. Þetta
er von hafrannsóknarmanna,
sem nú eru að rannsaka þetta
fyrirbrigði. Að minnsta kosti er
þarna rannsóknarefni, sem fylli-
lega er þess virði að krufið sé
til mergjar.
Dr. Lionel A. Walford, for-
stöðumaður fiskideildar í stofn-
un, sem nefnist „Fish and Wild-
life Service“ Bandaríkjanna,
skýrði frá þessu í erindi, sem
hann flutti nýlega.
Á stríðsárunum, þegar berg-
málsdýptarmælar voru mikið
notaðir við leit að kafbátum,
urðu menn varir við eitthvert
lag djúpt í sjónum. Þegar skip-
ið sendi frá sér hljóð niður í
djúpið bergmálaði það ekki að-
eins frá botninum, sem ef til vill
var á nokkur þúsund faðma
dýpi, heldur frá einhverju öðru
á nokkur hundruð faðma dýpi.
Þetta bergmál var stundum
svo sterkt, að skipverjar til-
kynntu, að þeir hefðu fundið
rif, þar sem engin rif voru.
Fiski- og hvalatorfur sendu
oft frá sér bergmál til tundur-
spilla, sem voru að leita að kaf-
bátum. En þetta nýja bergmál
virtist vera um állan sjó. Á
daginn barst það frá lagi á
miklu dýpi, allt að 500 föðmum.
Þegar skyggja tók færðist það
ofar og dreifðist síðan. Skömmu
an sig segja þetta standandi hvernveginn fram úr hófi skop-
þarna niður við ána um miðja legt, og hann fór að hlæja
nótt, fannst honum það ein- tryllingslegum hlátri.