Úrval - 01.08.1951, Side 32
30
ÚRVAL
því 24 klukkustundir. Ef við
því ekki sleppum úr einum degi
við hádegisbauginn, verður al-
manak okkar einum degi á eftir
almanaki þeirra, sem heima
sátu. Ef við siglum í austur,
verður hver dagur aftur á móti
einni klukkustund styttri fyrir
hverjar 15 lengdargráður, og
verðum við því að bæta við ein-
um degi við hádegisbauginn
(hafa sama daginn tvisvar).
Þegar alþjóðasamþykktin um
hádegisbauginn var gerð árið
1884, var hann í fyrstu látinn
liggja yfir Fijieyjarnar og skar
þar meðal annars stóra sykur-
plantekru í tvennt. Plantekru-
eigandinn hafði samningsbundna
verkamenn við vinnu hjá sér,
sem jafngilti raunverulega
þrælahaldi. Trúboðamir höfðu
barizt mikið fyrir því að verka-
mennirnir fengju frí frá störf-
um á sunnudögum, og höfðu
loks fengið því framgengt. En
þegar samþykktin um hádegis-
bauginn var gerð, sá gósseigand-
inn sér leik á borði. Hann tók
upp það ráð að láta verkamenn-
ina vinna fyrir austan hádegis-
bauginn á laugardögum. Morg-
uninn eftir flutti hann þá vestur
fyrir bauginn, en þá var þar
kominn mánudagsmorgunn.
Trúboðarnir sendu undir eins
kvörtun til alþjóðanefndarinn-
ar, og varð hún til þess að baug-
urinn var látinn taka lykkju á
leið sína austur fyrir Fijieyj-
arnar.
CV3 ★ OO
Svarað fyrir sig.
Vínarbúum hefur mörgum verið illa við þær nafnabreyting-
ar á götum og torgum, sem rússneska hernámsliðið hefur kom-
ið til leiðar. Strætisvagnstjóri tók eftir því, að rússneskur her-
maður var meðal farþeganna i strætisvagni hans.
„Stalinplatz!" hrópaði hann háðslega. „Áður Schwartzen-
burg Platz!" Hann endurtók þetta nokkrum sinnum, hinum far-
þegunum til mikillar skemmtunar, sem héldu að rússinn væri
svo fákunnandi í þýzku, að hann skildi ekki sneiðina.
Rússinn stðð upp, en um leið og hann fór út úr vagninum
leit hann við og sagði á óaðfinnanlegri þýzku: „Auf wieder-
sehen! Áður Heil Hitler!"
— Daily Telegraph.