Úrval - 01.08.1951, Side 32

Úrval - 01.08.1951, Side 32
30 ÚRVAL því 24 klukkustundir. Ef við því ekki sleppum úr einum degi við hádegisbauginn, verður al- manak okkar einum degi á eftir almanaki þeirra, sem heima sátu. Ef við siglum í austur, verður hver dagur aftur á móti einni klukkustund styttri fyrir hverjar 15 lengdargráður, og verðum við því að bæta við ein- um degi við hádegisbauginn (hafa sama daginn tvisvar). Þegar alþjóðasamþykktin um hádegisbauginn var gerð árið 1884, var hann í fyrstu látinn liggja yfir Fijieyjarnar og skar þar meðal annars stóra sykur- plantekru í tvennt. Plantekru- eigandinn hafði samningsbundna verkamenn við vinnu hjá sér, sem jafngilti raunverulega þrælahaldi. Trúboðamir höfðu barizt mikið fyrir því að verka- mennirnir fengju frí frá störf- um á sunnudögum, og höfðu loks fengið því framgengt. En þegar samþykktin um hádegis- bauginn var gerð, sá gósseigand- inn sér leik á borði. Hann tók upp það ráð að láta verkamenn- ina vinna fyrir austan hádegis- bauginn á laugardögum. Morg- uninn eftir flutti hann þá vestur fyrir bauginn, en þá var þar kominn mánudagsmorgunn. Trúboðarnir sendu undir eins kvörtun til alþjóðanefndarinn- ar, og varð hún til þess að baug- urinn var látinn taka lykkju á leið sína austur fyrir Fijieyj- arnar. CV3 ★ OO Svarað fyrir sig. Vínarbúum hefur mörgum verið illa við þær nafnabreyting- ar á götum og torgum, sem rússneska hernámsliðið hefur kom- ið til leiðar. Strætisvagnstjóri tók eftir því, að rússneskur her- maður var meðal farþeganna i strætisvagni hans. „Stalinplatz!" hrópaði hann háðslega. „Áður Schwartzen- burg Platz!" Hann endurtók þetta nokkrum sinnum, hinum far- þegunum til mikillar skemmtunar, sem héldu að rússinn væri svo fákunnandi í þýzku, að hann skildi ekki sneiðina. Rússinn stðð upp, en um leið og hann fór út úr vagninum leit hann við og sagði á óaðfinnanlegri þýzku: „Auf wieder- sehen! Áður Heil Hitler!" — Daily Telegraph.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.