Úrval - 01.08.1951, Page 38
36
ÚRVAL
í lok ársins 1949 linnti árás-
um kommúnista á Nehru. Ensk-
amerísk heimsvaldastefna varð
skotmarkið og flokknum var
skipað að vinna með „öllum
stéttum, flokkum, hópum og
félagssamtökum, sem reiðubúin
eru til að verja sjálfstæði og
frelsi Indlands.“ „Friðar“-sókn-
in hófst og með henni baráttan
gegn því að bretar og ameríku-
menn notuðu Indland sem bæki-
stöð gegn Sovétríkjunum. Lýð-
ræðisríkin voru (og eru enn)
sökuð um að vilja egna til styrj-
aldar.
Síðan þessi stefnubreyting
varð hefur kommúnistum orðið
allmikið ágengt. Flokkurinn
hefur komið á fót menningar-
félögum, sem fá stuðning mik-
ils hluta ótortrygginna, vinstri-
sinnaðra manna, er bera menn-
ingarmál fyrir brjósti. Nú eru
flestir indverjar sannfærðir um
að hættan ógni frá englending-
um og ameríkumönnum. Þeir
eru sannfærðir um, að rússar
vilji ekki stríð frekar en lýð-
ræðisríkin.
Það sem hingað til hefur
bjargað Indlandi er þjóðþíngs-
flokkurinn, sósíalistaflokkurinn
og að sjálfsögðu stjórnin. Þrátt
fyrir alla galla er stjórnin enn
föst í sessi. Styrk sinn á hún
að þakka sjálfstæðisbaráttunni
og lofsverðum hugsjónum, en
auk þess á hún að bakhjalli öfl-
ugt borgaralegt stjórnarkerfi
og sterkan, þjóðernissinnaðan
her. En ef efnahagslegt og fé-
lagslegt ástand í landinu tekur
ekki skjótum framförum verð-
ur hættan áfram yfirvofandi.
Hvað sem öllu þessu líður er
þó eitt víst, að áróður Banda-
ríkjanna hefur ekki náð tilætl-
uðum árangri, því að í Indlandi
er andúðin á ameríkumönnum
sem stendur sterk og almenn.
CS3 CO
Hátíðleg tækifæri.
,,32g- drekk Whisky aðeins við hátíðleg tækifæri."
,,Hvað kallarðu hátíðleg tækifæri ?"
,,Þegar ég drekk whisky.“
— Dublin Opinion.