Úrval - 01.08.1951, Side 40
38
ÚRVAL
verið valdir með tilliti til þess
að nætursjón þeirra væri góð.
En skýringin fannst þegar það
vitnaðist, að tveim sólarhring-
um áður en prófið fór fram
hafði verið mikil snjókoma og
vann allt starfsliðið í heilan
dag að því að moka snjó í björtu
sólskini. Svipaðar fréttir bárust
frá Afríku og Miðjarðarhafinu
þar sem endurskin sólarinnar
frá ljósum sandi og spegilfleti
hafsins hafði dregið úr næm-
leik hermanna fyrir ljósi og
spillt nætursjón þeirra. Lækna-
nefndin dró ályktanir af þess-
um gögnum og lagði til, að her-
mennirnir yrðu látnir nota sól-
gleraugu.
Þetta virðist ósköp einföld og
sjálfsögð ráðstöfun. Allir vita
af eigin reynslu, að menn sjá
ekki vel eftir að þeir hafa ver-
ið við snjómokstur í sólskini,
en hitt var ný uppgötvun, að
áhrifin geta verið alvarleg og
langvarandi.
Þessar athuganir á stríðsár-
unum sýndu, að dökk sólgler-
augu vernda næmleik augnanna
fyrir Ijósi og þá um leið sjónma,
einkum að næturlagi, en mörgu
var enn ósvarað varðandi gerð
sólgieraugna.
Læknar við Templeháskólann
tóku upp þráðinn þar sem lækna-
nefnd hersins hafði sleppt hon-
um. Björgunarsveit í Atlantic
City var notuð við tilraunirnar,
og kom brátt í ljós, að nokkurra
klukkustunda útivist í sólskini
á dag í nokkra daga án gler-
augna dró að meðaltali um
helming úr Ijósnæmi augnanna.
Tilraunirnar sýndu einnig, að
þótt þessi sjónarmissir væri ekki
varanlegur stóð hann alllengi.
Einnar nætur svefn nægði sjald-
an til að bæta hann upp, ýmsir
liðsmenn björgunarsveitarinnar
voru viku eða meira að vinna
upp missinn aftur. Eftir viku
sumarleyfi við veiðar, íþróttir
eða sjóböð liðu kannski nokkr-
ar vikur eða jafnvel mánuður
áður en sjónin var orðin eðlileg
aftur. Sama máli gegndi um
útivist á vetrum við skíða- og
skautahlaup. Langvarandi úti-
vist í sólskini án hlífðargler-
augna veldur augnþreytu, höf-
uðverk og almennri þreytu.
Við tilraunirnar notaði einn
hópurinn sólgleraugu, sem
drukku í sig 80—90% sólar-
ljóssins, en annar hópur notaði
ljósari gleraugu (50—65%).
Bæði ljósu og dökku gleraugun
drukku í sig hina ósýnilegu út-
fjólubláu og innrauðu geisla. 1