Úrval - 01.08.1951, Side 46
44
ÚRVAL
viðbragðsvélarnar (refleks-
maskiner). Þeir boða, að önnur
mesta bylting á sviði tækninn-
ar, og þá um leið á sviði iðnað-
arins, standi fyrir dyrum. Hin
fyrri, sem enn stendur yfir, gaf
okkur vélarnar til að létta af
okkur stritinu. Sú sem nú er að
byrja mun gefa okkur tæki, sem
starfa eins og koma að nokkru
leyti í staðinn fyrir heila okkar.
Þessar vélar framtíðarinnar
munu stjórna sér sjálfar. Þær
munu geta leiðrétt það sem þær
gera rangt og lagað sig eftir
þeim skipunum, sem þær fá. í
sumum tilraunaflugvélum hef-
ur sjálfstýrivél raunar þegar
leyst flugmanninn af hólmi. Til
eru loftvarnabyssur, sem geta
sjálfar leitað upp flugvélar, mið-
að á þær og jafnvel reiknað út
viðbrögð flugmannanna. Þessi
tæki virðast blátt áfram gædd
skynsemi, einkum að því leyti,
að þau geta breytt hegðun sinni
í samræmi við breyttar ytri að-
stæður.
Menn hinnar nýju tækni telja,
að komast megi enn lengra.
Upphafsmaðurinn, hinn lærði
ameríkumaður Norbert Wiener,
var í fyrstu álitinn skýjaglópur,
en menn eru nú farnir að sjá,
að hann hafði rétt fyrir sér þeg-
ar hann fullyrti, að margt væri
líkt með víxltengdu kerfi raf-
eindalampa og taugafrumukerf-
inu í heila mannsins.
Hinar stóru rafeindareikn-
ingsvélar eru, eins og maðurinn,
gæddar minni, og geta leyst
reikningsþrautir, sem eru
mannsheilanum næstum ofviða.
Enn sem komið er eru þær að
vísu gagnlegastar af hinum svo-
nefndu viðbragðsvélum. En
vafamál er hvort skjaldbaka
Greys prófessors er ekki merki-
legri. ,,Elmer“ er búin til úr
venjulegu radíóefni, sem hægt
er að fá í hvaða radíóverzlun
sem er. Hún samanstendur af
grind (stelli) með þrem hjólum
og þrem hreyflum; að framan
er eitt hjól og tveir hreyflar til
að stýra henni, en að aftan tvö
hjól og hreyfill, sem knýr þau
áfrarn.
Framan á yfirbyggingunni,
eða réttara sagt skelinni, er ljós-
fruma (fótósella) líkt og ljós-
ker á bíl. Þetta ljósnæma auga
kannar umhverfið og er tengt
við hreyflana. Undir eins og það
kemur auga á ljós, rennur Elmer
af stað í áttina til þess. Hraðinn
stjórnast sumpart af Ijósstyrk-
leikanum, sumpart af „sultar-
tilfinningu11 Elmers.