Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 50
48
ÍJRVAL
af öðrum róbotum, sem panta
hráefni, staðfesta pöntunina,
setja framleiðsluna í gang, á-
kveða verðið á framleiðsluvör-
inni, greiða reikningana og
launin og vísa á dyr verkamönn-
unum, sem nú er ekki lengur
þörf á.
Það verða vélar af sömu gerð
og vél Ashbys, með plötum sín-
um og kúpum, sem stjórna
munu vélamenningu framtíðar-
innar. Slík vél, segir Ashby,
verður mötuð á risastórum, hag-
fræðilegum töflum, þykkum
bókum með vísindalegum niður-
stöðum, og eftir skamma stund
mun hún gefa mikinn f jölda fyr-
irmæla, sem fela í sér allar hlið-
ar vandamálsins.
Þessi fyrirmæli munu kannski
reynast ruglingsleg og óskiljan-
leg þeim mönnum, sem „leituðu
ráða“ hjá vélinni. En þeir munu
hlýða í blindni hinum nýja spá-
manni — án þess að reyna að
skilja hann, og brátt munu þeir
sjá erfiðleikana hverfa og
vandamálin leysast eins og vél-
in hafði sagt fyrir um.
Hugsa má sér heiminn í f jar-
lægri framtíð undir stjórn sér-
fræðinga, sem lúta boði slíkra
véla. Véla, sem skipa fyrir verk-
um sérfræðingunum, sem
bjuggu þær til, og sérfræðing-
arnir stjórna síðan fjöldanum
í nafni hinna óskeikulu, heilögu
véla.
En þessi framtíðarsýn verður
sem betur fer aldrei veruleiki.
Úrslitavaldið hlýtur þrátt fyrir
allt alltaf að verða í höndum
mannanna. Viðbragðsvélin get-
ur aldrei öðlazt ímyndunarafl
eða vitund, og uppfinningahæfi-
leiki hennar getur aldrei náð út
fyrir ,,ákvörðunarsvið“ hennar.
Menn hafa þegar búið til vél,
sem getur teflt skák. Og vel má
hugsa sér vél, sem spilað gæti
bridge og póker. En mennirnir
geta alltaf fundið upp ný spil,
sem vélin kann ekki.
★ CNO
Eiginmaðurinn: „Þú sýður oft miklu meira til miðdegisverð-
ar en við borðum, elskan mín.“
Eiginkonan: „Auðvitað! Hvernig ætti ég annars að geta
sparað með því að nota afganginn frá miðdegisverðinum ?“
— Politiken.