Úrval - 01.08.1951, Side 51
Fréttaritari brezka útvarpsins i
Miðausturiöndum Iýsir því sem hann
sá og heyrði þegar hann var —
/ heimsókn hjá egypzkum bónda.
Grein úr „The Listener“,
eftir Bichard Williams.
OINDBIS er egypzkt þorp eins
^ og þau gerast flest á ós-
hólmum Nílar. Ég efast um að
einn af hverjum 100.000 útlend-
ingum, sem heimsækja Egypta-
land, hafi séð það. Enginn fer
þangað nema hann eigi beinlín-
is erindi. Ég valdi það einmitt
af því að það er svo líkt öðrum
egypzkum þorpum, og af því að
það er tilraunastaður merkilegr-
ar heilsuverndarstarfsemi, sem
Rockefellerstofnunin og egyp-
zka stjórnin standa að í sam-
einingu — tilraun til að bæta
heilsufar bændanna — sem á
egypzku ern nefndir fellahin.
Leiðsögumaður minn var
egypzkur læknir, og áður en ég
vissi af, vorum við komnir inn
á aðalgötu þorpsins, sem var
þröngt sund milli tveggja húsa-
raða, ósteinlagt og sóðalegt. Við
vorum, komnir nokkrar aldir
aftur í tímann. Kairó með hinu
fjölbreytilega nútímalífi sínu
virtist jafnfjarri og London,
þótt þangað væri aðeins einnar
stundar akstur. Raunamæddur
úlfaldi gaf okkur illt auga um
leið og hann skálmaði framhjá.
Konur í svörtum skikkjum
drógu feimnislega blæjur fyr-
ir andlit sér og hurfu inn í
dimmar dyragættir. Bömin
stöldruðu við í leik sínum til að
stara á okkur. Við vorum greini-
lega aðskotadýr. En þetta var
aðeins sú hliðin, sem sneri að
ókunnugum, og ég var hingað
kominn til að kynnast því, sem
fram færi bak við þessa mold-
arveggi — til að kynnast dag-
legu lífi fólksins. Einum hefði
mér vafalaust orðið lítið á-
gengt. Bændurnir eru fáskipt-
ir gagnvart ókunnugum og lítið
fyrir að svara spurningum. En
læknirinn, sem með mér var,
hafði starfað meðal þeirra í þrjú
ár og áunnið sér traust þeirra.
Við fórum því inn um dimmar
dyr á einu þessara moldarhúsa,
en þar bjó Abu Zeyd ásamt