Úrval - 01.08.1951, Side 55
1 HEIMSÖKN HJÁ EGYPZKUM BÖNDA.
53
skurðunum. Salerni í heima-
húsum hafa stórbætt hreinlæt-
ið og dánartalan hefur hríð-
lækkað. Jafnhliða þessu hefur
verið hafin framkvæmd ann-
arar áætlunar. Starfslið frá
Menningar og vísindastofnun
Sþ. hefur í samvinnu við
mennta- og félagsmálaráðuneyti
landsins hafið víðtæka lestrar-
kennslu meðal sveitaalþýðunn-
ar, sem er að fjórum fimmtu
hlutum ólæs og óskrifandi.
Starf þetta er þó enn á tilrauna-
stigi, mest fólgið í að leita að
heppilegum og fljótvirkum að-
ferðum til fjöldakennslu af
þessu tagi.
En að baki þessum áætlunum
að félagslegum umbótum og
bættri heilsuvernd liggur ann-
að vandamál, sem er erfitt úr-
lausnar. Egyptum fjölgar
ískyggilega ört, en landið sem
þeir geta ræktað er takmarkað
af sjó og eyðimmerkursöndum á
allar hliðar. Möguleikar til
ræktunar saltmýranna í ós-
hólmunum og frekari áveitu
framkvæmda eru mjög tak-
markaðir. Egyptaland flytur
þegar inn mikinn hluta af mat-
vælum sínum. Ef þær aðgerðir,
sem borið hafa svo heillaríkan
árangur í Sindbis, væru látnar
koma til framkvæmda um land-
ið allt, mundi fólksfjöldin tve-
faldast á skömmum tíma án
þess að unnt væri að auka mat-
vælaframleiðsluna, og á þessu
mikla vandamáli eygja menn
ekki neina lausn.
Bannað — og ekki bannað.
Ung og falleg stúlka, sem var gestur á fjallahóteli, fékk sér
einn góðviðrisdag langan göngutúr gegnum skóginn og kom
að undurfögru vatni. Það virtist tilvalið til að fá sér hressandi
bað í, en þá kom hún auga á skilti, sem stóð á: „Vatnsból
borgarinnar — bannað að baða sig I vatninu". Stúlkan tvísté
stundarkorn fyrir framan skiltið, en að lokum varð freistingin
yfirsterkari og hún vatt sér úr fötunum og var að því komin
að steypa sér til sunds þegar maður með lögreglumerki í barmin-
um skreið fram úr runna. „Það er bannað að synda í þessu vatns-
bóli, fröken," sagði hann byrstur.
„Af hverju sögðuð þér mér það ekki áður en ég klæddi mig
úr?“ spurði hún stamandi.
„Það er ekki bannað að klæða sig úr,“ sagði hann kankvís
og hélt á brott. — Coronet.