Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 67
MERKUSTU NÝJUNGAR 1 VlSINDUM 1950
65
t. d. „hættu“ (shut up). Munu
þetta verða kærkomin tæki
mörgum þar vestra, því að
flutningur auglýsinga t. d. í
miðri tónlistardagskrá er mörg-
um til ama.
Merk nýjung í vegagerð var
reynd með góðum árangri á ár-
inu. Með því að nota þrjú, ódýr,
kemisk efni til að blanda saman
við sand eða leir fæst hart slit-
lag, sem þolir þunga herbíla
og flugvélar*).
Læknisfræði.
Langmerkasta nýjung á sviði
læknavísindanna var tilkoma
hinna nýju hormónlyfja corti-
son og ACTH, en fyrrnefnda
hormónið myndast í nýrnahett-
unum og hið síðarnefnda í
heiladinglinum. Víðtækar til-
raunir voru gerðar með þessi
lyf, fyrst og fremst við liðagigt,
en einnig við mörgum öðrum
sjúkdómum, og gáfu þær ýmist
ágæta eða von um góða raun.
Sjúkdómar þessir voru m.a.:
gigtsótt, leukemia, augnbólgur,
asthma, lífshættuleg brunasár o.
fl. Cortison er nú orðið fáanlegt
í lyfjabúðum gegn forskrift
lækna.
*) Sjá „Nýjung í vegagerð" í 3.
hefti 9. árg.
Tilkynnt var, að ódýrt efni,
sem notað er við ketilhreinsun,
tetra natrium salt af ethylen
diamin tetra ediksýru, hefði
reynzt vel sem lyf til að leysa
upp nýrnasteina og blöðru-
steina.
Fibrinogen og thrombin,
storknunarefni blóðsins, voru
notuð til að fjarlægja nýrna-
steina án skurðaðgerðar.
Magahormónið gastrin, sem
myndast neðan til í maganum,
var talið geta átt þátt í myndun
magasárs.
Nýtt lyf, banthin*), var reynt
með ágætum árangri við maga-
sári og óeðlilega miklum svita.
Látið var uppi það álit, að
börn, sem bólusett hafa verið
gegn barnaveiki og kíghósta,
kunni að vera næmari en ella
fyrir mænuveiki allra fyrst eft-
ir bólusetninguna.
Mænuveikisvírus var í fyrsta
skipti ræktað utan líkamans á
öðrum vef en taugavef.
Bóluefni gegn hettusótt kom
á markaðinn í fyrsta skipti á
árinu.
Penisillíntannduft, sem talið
*) Sjá „Nýtt lyf við magasári
í 6. hefti 9. árg.