Úrval - 01.08.1951, Side 69
Merkilegar rannsóknir, til þess gerðar
að fá svar við spurningunni:
Hví hneigjast sumir unglingar
til afbrota?
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Fulton Oursler.
Tj1 F unnt væri að finna efnin
í afbrotaunglinga þegar á
fyrsta skólaári — áður en þeir
hafa nokkurn tíma kastað stein-
um í strætisvagnarúður, kveikt
í húsum, hnuplað eða brotizt inn
— mundi margri mannsævinni
forðað frá glötun og þjóðinni
spöruð þung fjárútlát á ári
hverju.
Þessi gamli draumur sál-
fræðinga og uppalenda hefur
þokazt drjúgum nær veruleik-
anum með nýútkominni skýrslu
um vísindalegar rannsóknir á
þessu vandamáli, sem Sheldon
Glueck, prófessor í refsirétti og
afbrotafræði, og kona hans,
dr. Eleanor Touroff Glueck,
hafa unnið að, en þau starfa
bæði við lagadeild Harvardhá-
skóla í Bandaríkjunum. Skýrsla
þeirra varpar vonarbjarma á
gátu þrjózkufullrar skapgerðar
og ólæknandi hegðunargalla.
Einn af hverjum hundrað
drengjum í Bandaríkjunum
kemst undir lögregluhendur;
280.000 drengir korna fyrir rétt
á ári hverju; helmingi fleiri
komast í kynni við barnavernd-
arnefndir og kirkjulega aðila.
I leiguíbúð í New York fædd-
ust tveir bræður með árs milli-
bili. Þeir léku sér í sömu húsa-
sundum, með sömu félögum,
sama móðirin vanrækti báða og
sami faðirinn skeytti skapi sínu
á þeim báðum. Annar þeirra
varð glæpamaður og morðingi.
Hinn varð leynilögreglumaður,
sem hlaut það þungbæra hlut-
skipti að þurfa að draga bróð-
ur sinn fyrir lög og dóm. Hvað
réð þessum ólíku örlögum?
Mikill meiri hluti drengja, sem
fæddir eru við slæm skilyrði og
aldir upp af slæmum foreldrum,
verða nýtir þjóðfélagsþegnar.
Hver er þá munurinn á meiri
Reader’s Digest fnóv. 1950). Birt með leyfi.