Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 72
70
tTRVAL
sérkenni. I þessum hættulega
mismun er fólgin andúð drengs-
ins á náttúrlegum hömlum.
Það er fjarri því, að afbrota-
drengurinn kenni öryggisleysis
og kvíða eða þjáist af vanmeta-
kennd. Hann hefur ekki áhyggj-
ur út af því að missa atvinnuna,
heimilið eða frelsið. Hann er
hjartanlega sannfærður um, að
hann sé nógu kænn til að sjá
um sig. Hann er mikilmenni, sem
er ekki metið að verðleikum.
Vegna bjargfastrar trúar á ör-
iög sjálfs sín óttast hann hvorki
ólán né ósigur. Bjartsýni hans
er ódrepandi; þó að hann lendi
í klóm lögreglunnar, er hann
sannfærður um, að hann muni
„sleppa næst“. Hann treystir
meira á mátt sinn og megin en
aðrir drengir, og leitar síður að-
stoðar eða uppörvunar hjá öðr-
um. Afbrotaunglingurinn finnur
ekki hjá sér neina löngun til
að uppfylla vonir, sem aðrir hafa
bundið við hann.
En hann er sífellt að gera
axarsköft. Hann breytir eftir
hugboðum, án nokkurrar sjálfs-
stjórnar. Enginn veit hverju
hann kann að taka upp á næst.
Af öllu þessu geislar frá honum
lífsþróttur, sem marga trausta
og áreiðanlega drengi virðist
skorta, Sálfræðingar segja að
hann sé „úthverfur" (extro-
vert), því að hann veitir inni-
byrgðum tilfinningum útrás í
köstum og skjótum athöfnum
í stað þess að bæla þær niður.
Ef til vill opinberast mikilvæg-
asti eðlisþáttur hans í sálgrein-
ingunni þegar vonir hans og
draumar fara að koma í Ijós.
Afbrotadrengurinn býr yfir
miklu sterkari ævintýrþrá en
aðrir drengir. Allir drengir eiga
sér slíka dagdrauma, en afbrota-
unglingurinn trúir á þá; þörfin
á hættum er honum ástríða, ó-
slökkvandi þorsti.
Áður fyrr gátu drengir strok-
ið til sjós og att þar kapp við
aðra menn og náttúruöflin. Eða
þeir gátu slegizt í för með land-
nemum á vesturleið og svalað
ævintýraþrá sinni í baráttu við
indíána og óblíða náttúru. Þann-
ig er þetta ekki nú. Of oft virð-
ast drengir halda, að ævintýra-
ríkt líf sé aðeins að finna í lög-
brotum.
„Þessi greinilega hneigð af-
brotaunglinganna til ævintýra-
legra athafna, löngyn þeirra í
æsiþrungnar skemmtanir", seg-
ir í skýrslunni, „er ein merki-
legasta niðurstaðan af þessum
athugunum.“