Úrval - 01.08.1951, Síða 75
HVl HNEIGJAST SUMIR UNGLINGAR TIL AFBROTA ?
73
veld og krefst dirfsku og hug-
kvæmni. Máttugustu vopnin til
þeirra hluta er mildi og ástúð-
leg umhyggja — það viðmót,
sem flestir afbrotaunglingar
fara á mis við í lífinu.
Skólum okkar þarf að gjör-
breyta. Við verðum að leggja
meiri rækt við að þroska per-
sónuleika barnanna og draga úr
þekkingarítroðslunni. Kennarar
verða að fá ítarlega fræðslu og
æfingu í geðvernd og við verð-
um að meta að verðleikum hið
göfuga hlutverk þeirra sem upp-
alenda, er koma að nokkru leyti
í stað foreldranna — og þeir
verða að sínu leyti að gera sig
verðuga þeirrar köllunar. Við
verðum að taka tillit til mismun-
andi lundernis barnanna — getu
þeirra á sumum sviðum og getu-
leysis á öðrum. Tilraunir til að
steypa öll börn í sama mót eru
aðeins til að vekja togstreitu og
uppreisnaranda. í bæjarskólum
ætti að auka mikið verknám fyr-
ir drengi, sem vilja heldur fást
við áþreifanleg verkefni en
stærðfræðileg tákn og afstæð
hugtök.
Umfram allt þarf að skapa
viðfangsefni er veiti útrás um-
framlífsorku þeirra, sem hungr-
ar og þyrstir eftir ævintýrum.
„Leikir undir eftirliti" nægja
ekki. Allir afbrotaunglingarnir,
sem prófaðir voru, höfðu haft
aðgang að tómstundaheimilum
og leikvöllum.
Höfundur þessarar greinar
álítur, að minnsta kosti, að „lög-
reglulið æskulýðsins", sem stofn
uð hafa verið í sumum amer-
ískum borgum, gefi bendingu
um lausn þessa vandamáls.
Drengir, sem fá tækifæri til að
aðstoða við að halda uppi lög-
um og reglu, fá síður tilhneig-
ingu til að brjóta lögin.
En langmestu máli skiptir þó
að efla og bæta heimilin og f jöl-
skyldulífið. Það verður með ein-
hverju móti að finna ráð til að
rjúfa þann vítahring skapgerð-
arspillandi áhrifa, er börn verða
fyrir af hendi foreldra, sem sjálf
eru gallaðir vegna slæmra upp-
eldisáhrifa.
'k ★ k
Sparsemi er aðferð til að nota peninga án þess að hafa nokkra
ánægju af þeim. — Anon.