Úrval - 01.08.1951, Síða 78
76
■tfRVAL
tíðari. En allir verða að lokum
að deyja úr einhverju, og því
fleiri sjúkdómum, sem mönnum
tekst að sigrast á, því fleiri
dauðsföll verða af völdum þeirra
sjúkdóma, sem enn eru ósigrað-
ir, og einn þeirra er einmitt
krabbameinið. Eða öðruvísi orð-
að: fleira fólk, sem dáið mundi
hafa fyrir aldur fram, t. d. úr
taugaveiki, ef það hefði fæðzt
hálfri öld fyrr, nær nú háum
aldri og deyr úr krabbameini.
Tökum annað dæmi: í bók,
sem eg las fyrir nokkrum árum,
vekur höfundurinn athygli á
þeirri uggvænlegu staðreynd, að
dauðsföli á ókeypis fæðingar-
deildum hins opinbera séu fleiri
en meðal mæðra, sem eiga börn
sín heima. Höfundur segir: „Það
hefur vakið furðu starfsmanna
heilbrigðiseftirlitsins, að þrátt
fyrir þrifnað og hina góðu að-
hlynningu, sem mæður verða að-
njótandi á fæðingardeildunum,
og þrátt fyrir fullkomna læknis-
hjálp og hjúkrun, eru dauðsföll
tiltölulega fleiri þar en í heima-
húsum, þó að þrifnaði og allri
aðbúð sé þar mjög ábótavant.
Hagskýrslur sýna okkur því ó-
umdeilanlega, að á heimilunum
er eitthvað óáþreifanlegt, eitt-
hvað sem hefur áhrif til góðs
á sálarástand hinnar fæðandi
konu og yfirstígur það sem á
skortir í þrifnaði og ytri aðbúð.“
Það sé fjarri mér að neita
því, að jafnvel hin fátækustu
heimili búi yfir einhverju óá-
þreifanlegu, sem yfirstígi það
sem á skortir í þrifnaði og ytrí
aðbúð, eins og höfundurinn orð-
ar það; en eg er hrædd um, að
það sé ekki „óumdeilanlega
sannað“ með þessum skýrslum,
því að eitt mjög þýðingarmikið
atriði er ekki tekið með í reikn-
inginn — sem sé það, að á fæð-
ingardeildunum er ekki rúm fyr-
ir nema brot af þeim konum,
sem þangað þurfa að komast,
og því er venjan sú, að velja
þær konur, sem helzt er hætta
á að komi hart niður. Konurnar
á fæðingardeildunum eru því
ekki handahófs úrtak, eins og
kallað er, heldur valinn hópur
— valin með tilliti til þess að
fæðingin geti orðið lífshættuleg.
Það er því ekkert undrunarefni
þó að tiltölulega fleiri konur deyi
þar en í heimahúsum — miklu
frekar væri það undrunarefni,
ef raunin væri ekki sú.
Tökum annað dæmi sömu teg-
undar: á sjúkrahúsi í Dýflinni
var fyrir mörgum árum tekið
eftir því, að danartala á neðstu