Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
þetta komi mjög sjaldan fyrir
— miklu sjaldnar en svo að af
því stafi alvarleg hætta. Megin-
hættan stafar áreiðanlega ekki
frá niðurstöðum, sem hafa ver-
ið falsaðar, heldur niðurstöðum,
sem hafa verið rangtúlkaðar,
viljandi eða óviljandi. Morley
lávarður sagði einu sinni, að
menntaður maður væri sá, sem
greint gæti hvenær fullyrðing
væri sönnuð og hvenær ekki.
Samkvæmt þeirri skilgremingu
getur sá ekki talizt menntaður,
sem ekki kann nokkur skil á
frumatriðum hagfræðinnar —
nógu mikið til þess að geta var-
azt rangtúlkanir af því tagi,
sem ég hef hér gert að umtals-
efni.
oo oo
Lýðræði í verki.
„Lýðræði!" hrópaði ameríkumaðurinn, „hvað vitið þið eng-
lendingar um lýðræði ?“ Ég skal skýra fyrir þér hvað lýðræði er.
Það var einu sinni náinn ættingi minn, sem fékk atvinnu í stóru
vöruhúsi. Strax fyrsta morguninn kom forstjórinn til að vita
hvemig nýliðanum gengi. „Hvernig gengur?" spurði hinn mikli
maður — forstjórinn, mrmdu það — forstjóri vöruhússins.
Um hádegi kom hann aftur. „Unið þér yður vel? spurði hann.
„Hafið þér fengið allt, sem þér þarfnist? Ég er viss um, að
yður mun líka vel að vinna hérna."
Og þegar nýliðinn kom út úr vöruhúsinu að loknu dagsverki
— hvað heldurðu að hafi skeð þá? Jú, forstjórinn beið i lúxus-
þílnum sínum fyrir utan. „Má ég aka yður heim?“ spurði hann.
„Ég þekki það, fyrsti dagurinn á nýjum stað er alltaf þreytandi."
„Á leiðinni heim nam hann staðar fyrir framan vínstofu og
bauð hinum nýja starfsmanni sínum upp á glas af víni. Og ekki
nóg með það. Þegar glösin voru orðin tóm, sagði forstjórinn,
að sér fyndist velviðeigandi að ljúka fyrsta vinnudeginum með
einni góðri máltíð.
„Þetta," sagði ameríkumaðurinn, „þetta er það sem við köll-
um lýðræði í Ameríku!"
„Er þetta satt, skeði þetta í raun og veru?“ spurði englend-
ingurinn vantrúaður.
„Já,“ sagði ameríkumaðurinn, „það var meira að segja systir
mín, sem varð fyrir þvi.“
— Allt