Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 88
86
ÚRVAL
sem við þekkjum. Og öll höfum
við reynt það, að sjón eða hljóð
geta minnt okkur á ilm, eða að
ilmur getur minnt okkur á eitt-
hvað, sem við höfum séð eða
heyrt.
Það er merkilegt, að svo litl-
ar grundvallarathuganir skuli
hafa verið gerðar á þeim eigin-
leika efnis, sem við nefnum ilm.
Ég þekki aðeins eitt dæmi slíkra
athugana hér í Englandi, en það
er við Reading háskólann. Dr.
G. H. Cheesman, kennari í efna-
fræði, er að reyna að finna
„markalínu" ilmsins með vís-
indalegum aðferðum.
Til þess notar hann „olfacto-
meter“ eða lyktarmælir. Þetta er
mjög einfalt tæki, sem getur
blandað saman nákvæmlega
hreinu lofti og þekktum ilm-
styrkleika. Hann notar stúdenta
til að þefa úr mælinum og get-
ur mælt það blöndunarhlutfall,
sem þarf til þess að lykt finnist
úr mælinum. Þetta lágmark er
núll gráður á lyktarmælinum.
Ekki er til neins að reyna að
mæla blandaðan ilm, heldur verð-
ur að taka einföld efni eins og
t. d. eter, aceton, vínanda eða
klóróform í hreinu ástandi. Þau
eru þynnt út í ákveðnu magni
af vatni, og mælirinn blandar
þau síðan tilteknu magni af
hreinu lofti. Þannig má mæla
nákvæmlega, hve mikið magn
af efninu þarf til þess að lykt
finnist af blöndunni.
Vísindamennirnir myndu vafa-
laust kjósa að geta fundið undir-
stöðuilmtegundirnar á sama
hátt og þeir hafa fundið undir-
stöðulitina í litrófi ljóssins, en
undirstöðuilmefnin eru senni-
lega miklu fleiri en undirstöðu-
litirnir.
Ilmtaugarnar verða ekki að-
eins fyrir áhrifum af því, sem
við öndum að okkur í gegnum
nefið, heldur einnig af því, sem
við borðum. Anganin er ómiss-
andi hluti bragðsins, og ef ilm-
skynjunin eyðileggst, verður all-
ur matur því sem næst bragð-
laus. Hann verður „eins og bóm-
ull á bragðið“, þ. e. tungan
skynjar aðeins snertinguna.
Tilraunir dr. Cheesmanns með
lyktarmælirinn og stúdentana
eru ef til vill upphafið að nýrri
vísindagrein, sem kalla mætti
ilmfræðina. Kannski tekst vís-
indamönunum að framkalla ilm-
öldur líkt og hljóðöldur og festa
þær á celluloidræmur, þannig að
við getum fengið að njóta „ilm-
mynda“ í bíó, líkt og ,,talmynda“
nú.