Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 90
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR
MAURICE DIJPIN var glæsi-
legur maður, enda gekk
hann í augun á kvenfólkinu.
Hann var andlitsfríður, með
svart yfirskegg og hvöss augu
undir dökkum brúnum. Hann
lét fremur stjórnast af tilfinn-
ingum en skynsemi, en þrátt
fyrir það sást honum ekki
bregða, þegar háska bar að
höndum.
Maurice hafði hlotið nokkurn
frama í hernum, en að vísu ekki
eins mikinn og móðir hans hafði
vænzt — en Maurice var ungur
og gat náð sér á strik enn. Og
auk þess var ekkert líklegra en
að honum tækist að krækja
sér í gott kvonfang. Jafnvel
lengstu styrjöld hlýtur einhvern-
tíma að ljúka. Ríkisstjórnir
koma og fara. Frú Dupin þekkti
margar ungar stúlkur af göf-
ugum ættum, sem voru fúsar
til að giftast Maurice.
En frú Dupin láðist að reikna
með fegurð og yndisþokka Soff-
íu nokkurrar Delaborde, sem tók
þátt í hernaðinum á ítalíu eins
og Maurice, en raunar á allt
öðru sviði en hann.
Soffía Delaborde var ein af
þeim stúlkum, sem engan eiga
að, og lenda því fljótt á glap-
stigum á upplausnar. og ólgu-
tímum. Um skeið vissi enginn,
hvar hún var niðurkomin, en svo
skaut henni upp hjá Marengo,
þar sem hún var fyrst venju-
leg hermannaskækja, en Síðar
ástmey aldraðs hershöfðingja.
Hún hafði hjá sér unga dóttur
sína ófeðraða, sem hét Karólína.
Maurice hafði komizt í kynni
við Soffíu og orðið ástfanginn
af henni. f fyrstu hélt hann að
hún væri eiginkona hershöfð-
ingjans, en þegar hann komst
að sannleikanum, var hún búin
að ná slíkum tökum á honum,
að honum var alveg sama um
fortíð hennar. Það skipti engu
máli, þó að hún væri fjórum
árum eldri en hann, ætti lausa-
leiksbarn og væri tæplega læs
eða skrifandi. Hershöfðinginn
var eina hindrunin. Soffía sagði
honum upp og tók saman við
Maurice.
Enda þótt Maurice unni henni
mjög, gekk hann þó ekki að
eiga hana. Hann óttaðist reiði
móður sinnar og reyndi að halda
þessu ástarævintýri sínu leyndu.
I fjögur ár fylgdi Soffía honum
frá einni herbúð til annarrar.
Henni gramdist háttalag Maur-
ices, en skildi þó nauðsyn þess.
Henni var ljóst, að það væri
betra að eiga frú Dupin fyrir
vin en óvin. En þegar frú Dupin
komst loks að öllum málavöxt-