Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 94

Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 94
92 ÚRVAL stúdent einn frá París, Stéphane Ajasson de Grandsaigne, fengin til að kenna Áróru eðlisfræði. Hann var hár og myndarlegur maður af gamalli aðalsætt. En ættin hafði orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, sem ollu því, að hún hafði hrapað mjög í áliti upp á síðkastið. Ekki leið á löngu áður en kjaftakindur tóku að gera sam- band ungmennanna tveggja að umræðuefni. En hvort sem þau hafa fellt hugi saman eða ekki, þá gátu þau ekki haldið sam- bandinu við nema með bréfa- skriftum, eftir að Stéphane fór aftur til Parísar um haustið. Þau hættu líka að skrifast á eftir að Stéphane hafði skrifað Áróru bréf, sem hún þóttist skilja sem ástarjátningu. Þá var henni nóg boðið. Ef til vill átti brottför Stép- hane einhvern þátt í því mikla þunglyndi, sem nú setti að Áróru. Hún var þunglynd að eðlisfari, en þótt svo hefði ekki verið, hefðu heimilisástæðurnar nægt til að gera hana sálsjúka. Amma hennar var nú orðin rúm- læg og síkvartandi, og stundum varð Áróra að vaka yfir henni næturlangt. Hugur frú Dupin snerist til hinztu stundar um Áróru. ,,Þú missir bezta vin þinn, þegar ég dey,“ sagði hún oft. Hún dó í svefni 25. desem- ber 1821, um það leyti sem kirkjuklukkurnar voru að hringja til messu. Áróra gat í fyrstu varla trúað því að amma sín væri dáin, en svo varð henni það ljóst að hún hafði misst bezta vin sinn. Daginn eftir var frú Dupin grafin, og æska Áróru hvarf í gröfina með henni. # Frú Dupin hafði ekki fyrr gefið upp öndina en húsið’fyllt- ist af ættingum, sem komu til þess að heyra erfðaskrána lesna upp. Soffía kom líka og stóð þar með við orð sín: ,,Fyrr vil ég sjá kerlinguna dauða.“ Hún faðmaði Áróru að sér á sinn ofsalega hátt, en áður en kvöld var komið var gamla gremjan farin að láta á sér bæra. Áróru hafði tekið það sárt að verða að skiljast við móður sína. Hún hafði risið upp henni til varnar og reynt að gera hana að píslarvotti. En hún hafði breyzt mikið á þessum fjórum árum. 1 augum Áróru var Soffía nú orðin eins og kenjótt barn, sem auk kenjanna var líka slótt- ugt. Þegar verið var að lesa upp erfðaskrána og komið var að greininni sem fjallaði um fjár- haldsmann, stóð hún fast á rétti sínum. ,,Ég er móðir Áróru“, sagði hún, „og hún verður hjá mér, þar til hún verður mynd- ug.“ Hún var enn fögur kona, þótt hún væri orðin miðaldra. Og eins og allar konur, sem hafa átt velgengni sína líkam- legri fegurð að þakka, kom henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.