Úrval - 01.08.1951, Side 97

Úrval - 01.08.1951, Side 97
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR — 95 sömu fortíð sinni og fjárhags- legu ósjálfstæði. Loks hinn 10. september 1822, giftust þau Áróra og Casimir. Það var fyrirhyggju Soffíu að þakka, að við giftinguna var sá samningur gerður, að Áróra skyldi eiga 500 þúsund franka séreign, þrátt fyrir hjúskapinn. * Veturinn 1822—23 var Iangur og harður. Áróru hafði verið skipað að liggja í rúminu í sex vikur. Skömmu eftir giftinguna hafði hún tekið einkennilegan sjúkdóm, er lýsti sér sem á- kaflega mikið magnleysi, og þar eð hún var líka þunguð, fyrirskipaði læknirinn algera hvíld. En Casimir taldi veikindi hennar ekki það alvarleg, að hann þyrfti að fórna skemmt- unum sínum fyrir þær sakir. Ef satt skal segja var hann þannig gerður, að hann hugsaði alltaf mest um sjálfan sig. Áróra var veik. Hún var þunguð. Konur voru alltaf meira eða minna lasnar, og það var óþægilegt, en ekki hættulegt. Henni mundi batna á sínum tíma. Áróra var eins viðkvæm og Casimir var kaldlyndur og hún varð fyrir miklum vónbrigðum af framkomu hans. Hún var farin að missa trúna á hjóna- band sitt. Hún hafði gifzt af fúsum vilja, en án ástar, eins og mjög var algengt í þá daga, og hún hafði vonað að hjónabandið gæti gengið stórslysalaust. En þegar til kom, reyndist Casimir alit annar maður en hún hafði bú- izt við, og af því stafaði sjúk- leiki hennar fyrst og fremst. Hinar rómantísku hugmyndir hennar um ástalíf voru sprottn- ar af lestri verka Byrons og Chateaubriands, en reynsla Casi- mirs í ástamálum byggðist á daðri hans við lauslætisdrósir, sem hann hafði komizt í kynni við á drykkjuknæpum. * í júnímánuði 1823 fluttu þau Áróra og Casimir frá Nohant og settust að á gistihúsi einu í París. Þar ól Áróra son, sem var skírður Maurice. ,,Það var fegursta augnablik lífs míns,“ skrifaði hún, „þegar ég vaknaði aftur og sá litla barnið liggja sofandi á koddanum.“ Móður- gleðin hafði þegar veitt henni meiri unað en hjónabandið. Þau héldu aftur heim skömmu eftir að barnið var fætt og dvöldu þar um veturinn. Casimir var orðinn leiður á sveitalífinu, en Áróra gleymdi sorgum sínum og var hamingjusöm við að annast barn sitt. Á kvöldin, þegar hún sat yfir sveininum sofandi í vöggunni, skemmti hún sér við að skrifa skáldsögu. Hún var ekki velheppnuð, og henni var það Ijóst. Hún var laus í reipunum og full af ó- sennilegum atburðum, en þó hafði hún gaman af að semja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.