Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 98
96
tTRVAL
hana. Og henni leiddist heldur
ekki á meðan hún var að skrifa.
Áróra og Casimir brugðu sér
til Parísar og dvöldu hjá Pless-
ishjónunum. Áróra varð strax
eins og ný manneskja. Þung-
lyndið hvarf og hún varð aftur
frjálsleg og kát.
Eitt kvöld, þegar Angela,
James og Casimir voru að
drekka kaffi úti í garðinum, var
Áróra að leika sér við börnin.
Allt í einu tók eitt barnið hnefa-
fylli af möl og kastaði henni í
gáska í áttina að kaffiborðinu,
með þeim afleiðingum, að nokk-
ur sandkorn lentu í bolla James.
Casimir varð fokreiður.
„Hættu þessu, Áróra,“ kallaði
hann.
En Áróra lét sem hún heyrði
ekki. Casimir þoldi ekki slíka
ögrun, stóð upp frá borðinu,
gekk hvatlega til konu sinnar,
þreif í hana og rak henni löðr-
ung.
Áróra ætlaði ekki í fyrstu að
trúa því, að hann hefði slegið
sig, svo rugluð var hún eftir
höggið og svo mjög var henni
misboðið. Casimir hafði slegið
hana. Þessi maður, sem hún
hafði hvílt hjá og alið barn, hafði
hagað sér gagnvart henni eins
og ruddi.
Hún var of móðguð til þess
að geta komið upp nokkru orði,
blygðun hennar var meiri en svo
að hún gæti horft framan í vini
sína, og því hljóp hún rakleitt
út í skóg og var þar langt fram
á nótt og harmaði skipbrot lífs
síns. Hún gat ekkert aðhafzt.
Hún var gift, og hjúskaparbönd-
in var ekki hægt að slíta. 1 fram-
tíðinni varð hún að forðast á-
rekstra og reyna að vera eigin-
kona Casimirs á yfirborðinu,
beygja sig fyrir vilja hans og
dylja vonbrigði sín með upp-
gerðarkátínu. Um ást var ekki
framar að ræða. Hann hafði
drepið hana með þessum löðr-
ung.
Heilsu Áróru hrakaði. Hún
hafði þrálátan hósta og var ekki
laus við sótthita; hún hafði líka
hjartslátt. Hún var hrædd um
að hún væri orðin veik af tær-
ingu. Hún hafði ekki ánægju af
neinu framar. Jafnvel Casimir
varð ljóst, að eitthvað varð að
gera. I júlímánuði 1825 fór hann
með Áróru og barnið suður til
Pyreneafjalla, ef ske kynni að
hún hefði gott af loftslagsbreyt-
ingunni.
Örlögin höguðu því þannig,
að í Cauterets hitti hún Aure-
lien de Séze, lögfræðing, sem
hún hafði kynnzt í Bordeaux.
Það var ekki veraldlegt gengi
hins unga manns, sem hreif Ár-
óru, heldur mannkostir hans,
ljúfmannleg framkoma og gam-
ansemi. Hann var andstæða Casi.
mirs í útliti, dökkur á brún og
brá, ljóngáfaður og svo var
hann líka ungur. ekki nema tutt-
ugu og sex ára.
Casimir fór að gefa gætur að
Áróru og von bráðar gat hann
ekki á heilum sér tekið fyrir af-